Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 38

Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 38
38 heilsa Helgin 21.-23. ágúst 2015  TónlisT Viðeigandi hlaupatónlist Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Til meðhöndlunar á lyktarvandamálum vegna ofsvitnunar. Hvatning gefur aukaorku 2 km. Ægissíða við Lyng- haga og Hofsvallagötu. 10 km. Grandagarður. 13 km. Sæbraut við Kirkjusand. 22 km. Olís Álfheimum. 32 km. Ægissíða, stígur við Dunhaga. 35 km. Suðurströnd við Unnarbraut. 42 km. Lækjargata. Þ að eru ekki all-ir sem geta eða vilja hlaupa í Reykjavíkurmara- þoninu. Það þýðir samt alls ekki að ekki sé hægt að taka þátt því það geta allir fylgst með hlaupur- unum og hvatt þá áfram. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá nokkrar af hvatning- arstöðvunum þar sem hægt er að standa og hvetja fólk áfram með hrópum, klappi og al- mennri gleði sem gefur íþróttafólkinu aukaorku í átökunum. Næring: „Í aðdraganda hlaups þurfa hlauparar að halda góðu jafnvægi í vökvaneyslu, kolvetna-, prótein- og fituneyslu og miða það við þörf. Og það sama gildir um daginn fyrir hlaup. Þá þarf auð- vitað bara að halda áfram að borða hollan og góðan mat, ekki síst kolvetni og þá góð kolvetni eins og heilkorn. Að morgni hlaupdagsins þá borðar maður bara eitthvað mjög létt í morgunmat. Sjálf vakna ég um sexleytið og fæ mér flatkökur með osti. Það er líka mjög gott að fá sér ristað brauð eða banana. Sumir fá sér hreinan ávaxta- safa og þá eplasafa því hann er betri en appelsínusafinn.“ „Þeir sem hlaupa 10 km eiga alls ekkert að þurfa að vera með neinn vökva á sér. Það eru drykkjarstöðvar á leiðinni fyrir þá sem verður mjög heitt, en fólk á ekki að þurfa að drekka í 10 km. Þeir sem fara hálft og heilt mara- þon eru margir hverjir með sitt gel og sprauta upp í sig á drykkjarstöðvum.“ Andlegur undirbúningur: „Daginn fyrir hlaup er best að vera ekki í neinu stressi og halda góðu jafn- vægi. Þegar maður er kominn svona nálægt hlaupi þá er jákvæðni og upp- byggjandi hugsunarháttur það sem skiptir mestu máli. Þá er maður búin að leggja allar æfingarnar að baki og því komið að því að njóta uppsker- unnar og reyna að vera afslappaður og trúa því að það sé gott og skemmtilegt hlaup framundan.“ Mikilvægast í hlaupinu: „Í hlaupinu sjálfu skiptir öllu máli að fara ekki of hratt af stað. Ef maður stekkur af stað þegar skotið ríður af þá getur maður súrnað í vöðvunum og átt erfitt með að klára sómasamlega. Í svona löngu hlaupi þá getur maður leyft sér að fara rólega af stað og unnið síðan hrað- ann upp síðar. Það getur verið sniðugt að skipta hlaupinu upp í þrjá hluta og taka stöðutékk á sjálfum sér eftir þriðja hlutann til að finna út hvar maður er staddur. Þá er kannski kominn tími til að auka hraðann. Svo þarf að muna að hlusta alltaf á líkamann.“ Flatkökur fyrir hlaup Næringarfræðingurinn Fríða Rún Þórðardóttir hefur æft hlaup og frjálsar íþróttir í 35 ár. Hún segir mikilvægt að huga vel að næringu daginn fyrir hlaup en sjálf fær hún sér flatkökur í morgunmat á hlaupdaginn sjálfan. Mikilvægast af öllu sé þó að slaka á, vera jákvæður og hlakka til að uppskera eftir alla erfiðisvinnuna. Fríða Rún Þórðardóttir hefur æft hlaup og frjálsar íþróttir í 35 ár. Hún starfar sem næringarfræðingur í eldhúsi Landspítalans, en þess á milli keppir hún fyrir ÍR í hinum og þessum hlaupum og þjálfar hlaupahópa bæði hjá ÍR og Víkingi. Fríða á auk þess og rekur heilsuvefsíðuna Heilsutorg.is. Um helgina fer fram hið árlega Reykjavíkurmaraþon. Í kringum 15 þúsund manns reima á sig skóna og hlaupa mislangar vega- lengdir um stræti Reykjavíkur- borgar. Hlauparar hafa allir sinn stíl hvað varðar mataræði, fatnað og hjátrú á keppnisdegi. Mjög margir hlauparar hlusta á tónlist á meðan hlaupið er og því ætlum við að birta hér áhugaverð lög sem virka á hlaupunum. Það sem gerir þennan lista frábrugðin öðrum er það að öll lögin hafa hlaup í titl- inum. Njótið hlaupsins og góða skemmtun. Running in the family - Level 42 Born to run - Bruce Springsteen Run to the hills - Iron Maiden Running Up That Hill - Kate Bush Run Run Away - Slade Runaways - Killers Run to you - Bryan Adams Runaway Baby - Bruno Mars Run The World - Beyonce The Long Run - Eagles Runaway Child - Soul Asylum Always On The Run - Lenny Kravitz Band On The Run - The Wings Runaway - Del Shannon Time Is Running Out - Muse Keep On Running - The Spencer Davis Group I Ran - A Flock Of Seagulls Run - Hozier Runaway - Bon Jovi

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.