Dagrenning - 01.04.1946, Síða 8
urinn sneiddi hjá minni þjónustu á ýmsan veg, eingöngu af þessum ástœðum,
þó að öðru vœri oftast borið við. Ég ákvað þvi að draga mig i hlé frá
störfum í Alþýðuflokknum, til þess að hann biði ekki tjón af þvi að ég
starfaði fyrir hann. Var mér þetta ekki alveg sársaukalaust, þar sem ég hafði
þá verið i Alþýðuflokknum i nœrfellt tuttugu ár og eytt beztu árum œvi minnar
i þjónustu lians.
Ég fann að ég stóð á vegamótum. Að trúa þvi, að sþádómar Bibliunnar
vœru sannir og vœru að rœtast á vorum dögum, og að hið mikla, œvaforna
mannvirki, Pýramidinn mikli á Egyþtalandi, vœri forn sþádómsbók, greyþt
i stein, gat ekki — þó undarlegt megi virðast — samrýmst því að vera starfandi
meðlimur i stjórnmálafloliki á íslandi. Ég varð þvi að velja annan livorn
kostinn, að hcetta þessum „firrum“, sem kallaðar voru, afneita þeim að fullu
og öllu og taka uþþ á ný trú flokksbræðra minna á „vísindi nútimans“ eða
hverfa af sviði stjórnmálanna sem flokksmaður.
Eftir nokkra umhugsun valdi ég siðari kostinn, eins og áður segir, og mig
hefur aldrei iðrað þess.
•
Þessi ákvörðun mín, að hætta flokksstarfsemi, varð til þess að ég fékk enn
meiri áhuga á þvi að fást við sþádómana og enn betri tima til þess.
Ég tók nú að leggja meiri, rækt við samningu ritgerða minna um þessi
efni, og mér til mikillar undrunar varð ég þess var, að þessi skrif min vöktu
talsverða athygli og mikið umtal. Dagblaðið Visir birti margar greina minna
og er ég ritstjórum hans þakklátur fyrir þá vinsemd. Bækur þær, sem ég skrifaði
um þessi efni og Guðjón Ó. Guðjónsson gaf út, vöktu einnig mikla athygli,
sérstaklega „Vörðubrot“.
í viðtali og bréfum frá fjölda manna varð ég þess var, að miklu fleiri en
mig hafði grunað langaði til að kynnast nánar þeim boðskaþ, sem ég nú hafði
að flytja. En þar var ýmsa erfiðleika við að etja. Ég átti ekki greiðan aðgang
að neinu blaði með skrif min nema „Visi“ og var það rúm þó takmarkað, sem
hann gat eftirlátið mér. En Visir er fyrst og fremst Reykjavikurblað, sem litið
fer út um land, svo að, allt sem þar var skrifað fór fram hjá áhugamönnunum
þar. Ef ég liins vegar skrifaði bækur eingöngu, komu þær svo sjaldan út, að
það samband, sem nauðsynlegt er að haldið sé við, þegar um svona efni er að
rœða, varð mjög litið.
Ég ákvað því að lokum að reyn.a að efna til tímarits, sem kæmi út annan
hvern rnánuð. Og nú er það hlaupið af stokkunum. Ég hef i mörg ár haft
hugboð um að svona mundi fara og allan þann tíma hef ég vitað, hvað tima-
ritið mitt átti að heita. Nafn þess, DAGRENNING, táknar fyrstu glætu hins
nýja dags, sem nú er að renna upþ yfir hið villuráfandi mannkyn. Það er svalt
2 DAGRENNING