Dagrenning - 01.04.1946, Qupperneq 9
nú og andar kölflu við tilkomu morgunsins, en þegar morgunrosann hefur
lœgt og skýin greiðst frá, kemur sólin fyrst í Ijós.
Um það bil, sem Alþýðuflokkurinn losaði siðustu tengslin milli min og
sin, nú fyrir skemmstu, og ég tók þá ákvörðun að hefja útgáfu þessa rits, barst
mér i hendur 7. útgáfa af bók einni eftir Nýsjálending nokkurn, sem ekki hefur
með öllu verið ólikt ástatt um og mig, og sem fengizt hefur við þessi efni nú
um /5 ára skeið. Á kápunni á þessari bók hans standa þessar setningar:
„Þegar ég var 22 ára gerði ég þá furðulegu uppgötvun, að atburðir heims-
ins fylgdu nákvœmri áeetlun, sem fyrir mörgum öldum hafði verið skráð i
Bibliuna. Skilningurinn á þvi, að Biblían hefði einnig að geyma áreiðan-
lega áœtlun um það, sem koma eetti, gjörbreytti lifi mínu. Ég hlýddi því
kalli, að helga allan tíma minn og alla hœfileika mina þvi verkefni, að
kunngjöra hver verða mundu forlög hinna engilsaxnesku þjóða.“
Og hann segir ennfremur á þessum sama stað:
„í 6. útgáfu þessarar bókar („Armageddon is at tlie Doors“), er út kom í
júni 1940, eða ári áður en Rússum og Þjóðverjum lenti saman, sagði ég
þá atburði fyrir, að Rússar myndu að lokum leggja Þýzkaland undir sig.
Og nú fullyrði ég, að þjóðir heimsins munu verða að velja milli hins guð-
lausa kommúnisma annars vegar og Bibliunnar hins vegar og að liinn
óhjákvœmilegi árekstur milli þessara tveggja lifsskoðana muni leiða það
i Ijós, svo að ekki verður um villst, að Bretland og Bandarikin eru ísraels-
þjóðir nútimans, ákvarðaðar af ceðri forsjón til þess að vera þjónn við
stofnun Guðsrikis hér á jörðu á timum þessarar kynslóðar
Þessar skoðanir voru svo líkar þeim, sem ég hafði haft, að þær urðu mér
ný hvöt til að hefjast handa.
Þó að ísland sé minnsta sjálfstœða þjóðin i ísraelsþjóðahópnum, er eliki
vist að þjónustuhlutverk hennar sé minna en annarra við komu liins nýja dags.
Það á að vera hlutverk DAGRENNINGAR, að vekja í'slendinga til umhugs-
unar um það vandasama hlutverk, sem biður þeirra i þvi efni, og ekkert mundi
mér kœrara en það, að kaupendur DAGRENNINGAR yrðu svo margir, að
mér yrði kleift að láta af öllum öðrum störfum til þess að eyða því, sem eftir
er œfinnar, eða starfstima hennar, til þess að flytja þjóð minni þann boðskap,
sem hefur orðið sjálfum mér til hamingju og gjörbreytt lífi minu.
Ég lœt svo DAGRENNINGU frá mér fara og bið henni allra heilla, vel
minnugur þess, að „þannig er þá hvorki sá neitt, sem gróðursetur, né sá, er
vökvar, heldur Guð, sem ávöxtinn gefur.“
DAGRENN ING 3