Dagrenning - 01.04.1946, Side 12

Dagrenning - 01.04.1946, Side 12
frá glötun og hefur orðið tilefni þess, að hið íslenzka skjaldarmerki verður um alla fram- tíð: risi, gammur, naut og dreki, sem halda á lofti íslenzka fánanum. III. T TM þessa landvættasögu Snorra Sturlu- sonar hefur ekki verið mikið ritað né rætt, það ég til viti. Hana er hvergi annars staðar að finna í norrænum bókmenntum en hjá Snorra, að því er fróðir rnenn segja, og Snorri virðist einn hafa haft með hönd- um þau gögn eða munnmæli, sem hún er byggð á. Alveg er fráleitt að hugsa sér að Snorri hafi búið söguna til. Ilannsóknir allar staðfesta að Snorri hefur haft heimildir, munnlegar eða skriflegar, fyrir flestu, eða öllu, sagnfræðilegs eðlis, sem hann lét færa í letur. Upphaf Úlfljótslaga, sem ég áður nefndi, um landvættirnar, sýnir og berlega, að hinir fyrstu landnámsmenn, og afkom- endur þeirra, hafa flestir trúað því að þessar vættir væru til og varhugavert væri að styggja þær. Ekki er mér kunnugt um að þessi land- vættasaga sé til hjá neinni nágrannaþjóða vorra, Norðurlandabúum, Engilsöxum eða írunr. Merkilegt er þó að veita því athygli, að Snorri setur söguna í samband við Harald Gormsson Danakonung eða viðskipti íslend- inga og Dana á 10. öldinni. Það landið, sem hún sýnist því hclzt vera í einhverjum tengsl- um við, er Danmörk. Þessi tengsl eru þó svo lausleg og óskyld höfuðefni sögunnar — sjálfum vættunum — að ómögulegt er að álvkta að sagan sé frá Danmörku komin. Þegar nú litið er á þessa sögu um landvætt- irnar virðist ekki vera nema tvennt til um uppruna hennar. Annað er það, að sagan sé íslenzk að öllu leyti, tilorðin hér sem eins konar skýring á vættatrúnni. Hitt er að hún hafi fylgt landnemunum hingáð, er þcir komu í öndverðu frá ströndum Noregs, ír- landi og Skotlandi til að nema hér land. Væri hún þá arfsögn, sem lengi hefði geymzt með kynstofninum, og þeir, er fluttu söguna hingað og vættaátrúnaðinn, hafi jafnvel ekki sjálfir vitað hinn upphaflega uppruna hennar að fullu. Ég skal taka það fram stax, að ég hallast eindregið að síðari skoðuninni, að þessi saga urn landvættirnar fjórar sé æfagömul arfsögn, sem fylgt hefur flóttafólkinu, er hér settist að, hingað út um langan veg, og sé því hvorki til orðin á íslandi eða í Noregi. IV. AÐ eru nú liðin nokkur ár síðan ég tók eftir því, eitt sinn er ég var að lesa í Opinberunarbók Jóhannesar, að þar er frá- sögn, sem minnir nokkuð á þessa landvætta- sögu okkar. Er frásögn þessi í 4. kapítula Opinberunarbókarinnar. Segir þar frá einni sýn spámannsins á þessa leið: „Hásæti var reist á himni og einhver sat í hásætinu. — Of frammi fyrir há- sætinu var sem glerhaf líkt kristalli og fyrir framan miðju hásætisins og um- hverfis hásætið voru f/orar Jifandi verur alsettar augum í bak og fyrir. Og fvrsta veran var lík ljóni, og önnur veran var lík uxa, og þriðja veran hafði ás/onu sem maður og fjórða veran var lík fJ/úgandi erni. Og verurnar fjórar, ein og sérlrver þeirra, liöfðu sex vængi og voru afsettar augum aJJt um kring og að innanverðu. Og eigi Jétu þær af dag og nótt að segja: Heilagur, lreilagur, lreilagur Drottinn Guð, lrann senr var og er og kenrur.“ Þegar nranni lrefur einu sinni dottið í hug, að skyldleiki sé nrilli þessara sagna, verður nranni það ósjálfrátt á að bera þær nánar sanran. Það, senr veldur skyldleikahugsuninni, er þetta: í sögu Snorra eru þessar verur: risi = stór nraður, naut, stór fljúgandi fugl og 6 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.