Dagrenning - 01.04.1946, Page 13
dreki. í Opinberunarbókinni eru verurnar:
maður (manns-ásjóna), naut, fljúgandi örn
og ljón. Raunverulega eru þrjár verurnar
hinar sörnu í báðum sögunum, þ. e. maður,
naut og fugl, en um fjórðu veruna greinir
alveg á, þar sem í annarri sögunni er ljón,
en í hinni „dreki“.
Þá er það og svipað með þessum sögum,
hvert verkefni verurnar hafa. Vættirnar hjá
Snorra vaka yfir landinu og ráðast gegn
hverjum þeim, sem kemur í illum tilgangi
upp að ströndum landsins, og verurnar í
Opinberunarbókinni eru „alsettar augum“
og vaka „dag og nótt“. Þær vaka yfir hásæt-
inu. Allir, sem ég veit til að skrifað hafi um
þessar verur í Opinberunarbókinni telja þessi
augu þeirra merkja einhvers konar alsýni
vegna þess að þær séu verðir, sem gæta há-
sætis „hins hæsta“.
V.
N sú líking, sem hér kenrur fram rnilli
þessara sagna, nægir hvergi nærri til þess
að draga þá ályktun, að um eina og sömu
sögn sé að ræða. Verður því að athuga málið
nánar.
Hjá Esekiel spámanni er sagt frá einkenni-
legum verum, sem kallaðar eru kerúbar eða
varðenglar, sem hafa það hlutverk aðallega,
að bæja frá illum verum. Það athyglisverð-
asta við þessa kerúba Esekiels spámanns er
það, að hver þeirra hefur „fjórar ásjónur".
Segir svo um þá í 1. kap. Esekiels spádóms-
bókar:
„En ásjónur þeirra litu svo út: manns-
andlit að framan, ljónsandlit hægra meg-
in á þeim fjórurn, nautsandlit vinstra
megin á þeim fjórum og arnarandlit á
þeim fjórum inn á við.“
Engum getur dulist, að hér eru á ferð-
inni hinar sömu „ásjónur“ og í Opinb., þó
að munurinn sé sá, að hjá Esekiel liefur
hver vera f/orar ásjónur, en í Opinb. hefur
hver vera aðeins eina ásjónu.
En hér er frásögnin það fyllri, að sagt er
í hvaða „átt“ andlitin snúa. „Til hægri“ eða
hægra rnegin, er ljónsandlitið, og til vinstri
nautsandlitið, frarn snýr mannsandlitið, en
arnarandlitið snýr aftur, eða „inn á við“,
eins og það er orðað í íslenzku Biblíunni.
Samkvæmt algildri reglu urn áttir ætti þá
Ijónsandlitið að snúa í austur, arnarandlitið
í norður, nautsandlitið í vestur og manns-
andlitið í suður. Sé þetta nú borið saman
við landvættasögu Snorra og það, hvernig
landvættunum er skipað niður þar, kemur
það einkennilega í ljós, að hinurn þrern ver-
um, sem eru hinar sömu í báðum sögunum,
er þar nákvæmlega eins skipað niður. Þannig
er fuglinn að norðan, uxinn að vestan og
maðurinn að sun'nan á báðurn stöðunum.
En sú „veran“ eða það „andlitið“, sem er
að austan, er hjá Esekiel Ijónið, eins og í
Opinberunarbókinni, en hjá Snorra er það
„dreki“.
Er þá svo kornið, að þrjár landvættanna
okkar gömlu eru hvað „ásjónu“ snertir ná-
kvæmlega hinar sömu of kerúbar Esekiels
og þessar þrjár landvættir okkar gæta ná-
kvæmlega sömu átta og kerúbar hans.
Kerúbar Esekiels hafa einnig með hönd-
um þann starfa að „gæta hásætis hins al-
nráttka", svo að hlutverkið er í eðli sínu
hið sama og landvættanna hjá Snorra, að
vaka yfir landinu og vernda það.
VI.
pRÁ því er sagt mjög greinilega í 2. kap.
4. Mósebókar, hvernig ísraelsmenn
skyldu skipa liði sínu rneðan þeir voru á
leiðinni frá Egyptalandi til hins „fyrirheitna
lands síns“. Segir þar m. m.:
„Sérhver ísraelsmanna skal tjalda hjá
merki sínu við einkenni ættar sinnar;
DAGRENNING 7