Dagrenning - 01.04.1946, Qupperneq 16
Landvættirnar eins og þær eru í sögu Snorra í I Ieimskringlu.
cða „ormur“ úr landvættasögu Snorra er
vafalaust sá frægi Lagarfljótsormur á Aust-
urlandi, sem enn lifir í þjóðsögum Austfirð-
inga. Kemur þar fram, að í alþýðutrúnni
hefur þessi landvættur haldizt alla tíð og
verið um að ræða „orm“ frá því fyrsta, en
ekki flugdreka.
Læt ég þetta nú nægja til þess að sýna
fram á hvers konar „dreki“ það er, sem
Snorri segir frá í landvætta sögu sinni.
VIII.
A /IÉR finnst það ekki geta orkað tvímælis,
að landvættirnar að norðan, vestan og
sunnan, — þ. e. fuglinn, nautið og risinn,
— séu sömu verurnar og táknaðar voru á
hinurn fornu hermerkjum ísraelsmanna. Er
þá næst að athuga hvernig á því getur stað-
ið, að þessi „eiturormur“ er kominn í stað
ljónsins. Af frásögn Biblíunnar og arfsögn
Gyðinga verður það glögglega séð, að ljóns-
merkið, sem var að austanverðu, var ekki
aðeins hermerki austurherbúðanna og Júda-
ættkvíslarinnar, sem þar hafði forystu, held-
ur var það líka aðalhermerki aUrar IsraeJs-
þ/óðarinnar, það merki sem borið var fyrir
liðinu í orustum og konungsmerki Israels,
því að báðir hinir miklu konungar ísraels,
Davið og Salómon, voru af þeirri ættkvísl.
Biblían og arfsögn Gyðinga taka of öll tví-
mæli um það, að ísraelsmenn hafi í hern-
aði notað sérstakt fylkingarlag, eins og al-
gengt var raunar með flestum hernaðarþjóð-
um allt til vorra daga, eða þar til vélahern-
aður hófst. Liðinu var þá venjulega alltaf
skipað eins, er til bardaga var búist. Fylking
10 DÁGRENNING