Dagrenning - 01.04.1946, Síða 17
ísraelsmannamanna hefur verið ferhyrning-
ur, og sjálfum liernum skipað yzt, en inni
í ferhyrningnum var svæði, þar sem hestar,
vagnar, vopn og vistir voru geyrnd, svo og
konur og börn þegar það fylgdi hernum, eða
þjóðin var á ferðalagi. Yfir hverjum fylking-
ararmi blakti sérstakt hermerki, er ættflokk-
arnir skyldu fylkja sér undir og voru aðal-
rnerkin fjögur: mannsmynd, nautsmynd,
fuglsmynd og Ijónsmynd. Meðan allur ísrael
var eitt ríki, var auðvitað á engan hátt vikið
fra þessu fylkingarlagi né breytt hermerkj-
um. ,
Einhver örlagaríkasti atburðurinn í sögu
ísraelsþjóðarinnar gerðist árið 977 f. Kr.,
strax eftir dauða Salomons konungs. Þá
skiptist ríkið í tvennt, Ísraelsríki óg Júda-
ríki. Ísraelsríki tilheyrðu 10 ættkvíslir, en
tvær mynduðu sérstakt ríki: Júdaættkvísl
og Benjamínsættkvisl, sem líka mætti kalla
konungsættkvíslirnar, því að af þeim voru
þrír fyrstu konungar í ísrael. Það leið ekki
á löngu, þar til ríki þessu lentu í ófriði
hvert við annað og við nágrannana og þurftu
að bjóða út her og þá náttúrlega að fylkja
hoilum til orustu. Varð þá að ráða fram úr
því vandamáli, að eitt af hinum fjórum
höfuð skjaldarmerkjum ísraels — Ijónsmerk-
ið, merki Júdaættkvíslarinnar og aðalher-
merki ísraels —, var nú horfið, þar sem Júda-
ættkvíslin var orðin sjálfstætt konungsríki.
Júda hafði að sjálfsögðu haldið sínu
merki og hefur það alla tíð síðan verið merki
þeirrar ættkvíslar og nátengt allri sögu henn-
ar. —
Skil ég þá hér við Ijónsmerkið, sem hvarf
úr skjaldarmerkjum Ísraelsríkisins árið 977,
þegar ríkið skiptist. Er ekki svo ýkja erfitt
að rekja sögu þess síðan, því að Júdaætt-
kvíslin — Gyðingarnir — hefur aldrei týnst
að fullu og öllu, eins og hinar ættkvíslir
ísraels.
En í Ísraelsríki voru nú ekki eftir nema
þrjú hinna fornu hermerkja, þ. e. nauts-
rnerkið — merki Efraims, — nrannsmerkið
— merki Rúbens, og fuglsmerkið — merki
Dans.
Það liggur nú nokkuð í augum uppi að
ekki hafa ísraelsmenn skipt urn fylkingarlag
í hernaði, þó að Júda- og Benjamínsættkvísl
skildust frá hinum tíu. Biblían sýnir mjög
víða að ísraelsmenn voru ákaflega íhalds-
samir og breyttu ógjarnan mikið til. Þeir
hafa haldið áfram að fylkja í ferhyrning er
þeir áttu í ófriði, eins og Móses hafði kennt
þeim í öndverðu.
En þegar merki Júda var nú horfið, þurfti
að sjálfsögðu að fá annað í þess stað. Næst
hefði virzt liggja, að taka upp rnerki ísakars
eða Sebúlons, sem voru enn eftir að austan-
verðu, þar sem Júda hafði verið, en þá hefði
orðið að gera annarri þcirri ættkvísl hærra
undir höfði en hinni og gat það verið býsna
hættulegt, ekki sízt eins og allar sakir stóðu
þá, er bylting var nýfarin fram í ríkinu. En
við það bættist og hitt, að ljónsmerkið hafði
verið aðalhermerki þjóðarinnar, það merki,
sem borið var í fylkingarbrjósti í hernaði og
sem þar af leiðandi var talið fremst allra
hermerkja þjóðarinnar. Að hefja merki ísak-
ars eða Sebúlons til slíks vegs liefði því verið
sarna og taka þær ættkvíslir frarn yfir
Efraims, Rúbens og Dans ættkvíslir, en Jrað
hefði ólijákvæmilega leitt til nýs klofnings
í Ísraelsríki. Virðist því alveg augljóst, að
málið varð ekki leyst svo að öllum gæti vel
líkað, nema með því að fá í staðinn fyrir
ljónsmerkið eitthvert annað rnerki, sem svo
væri heilagt, að öll þjóðin gæti sameinast
um það.
Og nú kem ég að því, sem mér finnst
einna merkilegast í þessu sambandi. ísraels-
menn áttu eitt merki, sem þeir frá fyrstu
tíð höfðu borið meðal merkja sinna og var
meiri sameign ísraelslýðs og meiri átrúnaður
við tengdur en öll önnur merki þeirra. —
DAGRENN ING I (