Dagrenning - 01.04.1946, Síða 43

Dagrenning - 01.04.1946, Síða 43
boð kom frá Ágústusi keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að skrásetja sig, hver til sinnai borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galileu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betle- hem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð.“ Manni sýnist nú að ólíkt þægilegra hefði verið fyrir þau Maríu og Jósef að láta skrá- setja sig meðal þess fólks, er þau bjuggu með í Nazaret, en slíkt kom ekki til greina. í „borg Davíðs“ — þ. e. í ættborg Júdaætt- kvíslarinnar — gátu þau aðeins notið þess réttar að verða skrásett til þess að njóta fullra Jregnréttinda og því urðu Jrau Jxingað að fara. Hinum tólf ættkvíslum er hjá ísraelsmönn- um skipað niður með sérstökum hætti. Eru Jrrjár ættkvíslir að austan: þ. e. Sebú- lons, Júda og íssakars; þrjár að norðan: Naftali, Dans og Assers; Jrrjár að vestan: Manasse, Efraims og Benjamíns, og þrjár að sunnan: Gads, Rúbens og Símons. Hjá íslendingum eru þrjú Jring — þ. e. Jrrír ættbálkar — sérstaklega að austan: Skaftafellsþing, Múlaþing og Sunnudalsþing. Þrjú að norðan: Þingeyjarþing, Vaðlaþing og Ilcgrancsþing. (Þessi þing urðu síðar fjög- ur.) Þrjú að vestan: Þorskafjarðarþing, Þórs- nesþing og Þverárþing, og loks þrjú að sunn- an: Kjalarnesþing, Árnesþing og Rangárþing. Þótt þessari þingaskipan Þórðar gellis væri breytt á þann veg, vegna sundurþvkkis Norð- lendinga, að Jringin yrðu 13, var ákveðið að sú breyting skyldi þó engin áhrif hafa á skipun sjálfs Alþingis, og að aðrir lands- fjórðungar skyldu jafnréttháir og valdamikl- ir á Alþingi og í dómum sem Norðlend- ingar. Að lokum kernur svo hermerkjaskipun ísraels, sem að líkindum hefur verið sú í Ísraelsríki, eftir aðskilnað Júda- og Benja- mínsættkvíslar frá hinuin tíu, að þau hafa verið: að sunnan mannsmerki, að vestan nautsmeiki, að norðan fuglsmerki, og að austan ormsmeiki. — Þessum hermerkjum fylgdi mikill átrúnaður hjá ísraelsmönnum. Þeir töldu merki þessi fyrst og fremst tákn verndarvætta þcirra, er gættu „hásætis hins hæsta“, en brot af því hásæti hlaut auðvitað að vera hin „útvalda þjóð guðs“ — ísraels- menn sjálfir —, sem gefið var það göfuga fyrirheit, að „af þeinr skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta“. Þessi merki eða tákn ísraelsmanna voru þeim heilög og eftir að Jreir hættu að vera þjóð, urðu þau aðeins til í trú þeirra, siðum og venjum. En þau voru þeim eigi að síður lieilög. Og löngu eftir að Jreir höfðu gleyrnt uppruna .sínum lifðu sagnirnar um þessar kynlegu verndarverur hjá hinum einstöku ættbálkum og fylgdu Jreim á flækingi þeirra út um víða veröld. Hjá íslendingum verða verur þessar að Jandvættum, heilögum verum, sem bannað er með lögum að styggja, vætturn, sem vaka yfir frelsi þessa litla, flýjandi þjóðarbrots, er tekur sér bólfestu á þessu óbvggða útskeri. Og í sögu og bókmenntum íslenzku þjóð- arinnar verða þessar landvættir aðallega fjór- ar og vernda hver sinn fjórðung af landiqu. Ein gætir suðurlandsins: risinn mikli; annar vesturlandsins: griðungurinn ógurlegi; hinn þriðji norðurlandsins: vængsterki örninn; og hinn fjórði austurlandsins: drekinn mikli eða ormurinn, sem spýr eitri á þá, sem úr austri koma með illurn huga í garð íslands. XXI. T TÉR verður Jrá staðar numið og mál Jretta ekki rakið meira um sinn. Mér hefur þótt rétt að birta þessar hugleiðingar, m.a. DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.04.1946)
https://timarit.is/issue/381820

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.04.1946)

Gongd: