Dagrenning - 01.04.1946, Qupperneq 50

Dagrenning - 01.04.1946, Qupperneq 50
Er Asíubyltingin að hefjast? „Og þú Asía!----Vei þér, þú vesœla! Eg mun láta ógaifu dynja á þér: ekkjudóm, örbirgð, hungursneyð, sverð og drepsóttir, til að herja hús þín með tortimingu og dauða. Og dýrð veldis þíns mun skrælna eins og blóm, þegar hitanum, sem lioma skal, verður hellt yfir þig.“ „----Vei þér Egyþtaland og Sýrland! -----Eldi er hellt yfir yður og hver er sá, er megnar að slökkva hann.“ ESDRASBÓK, 15. og 16. kap. „Núverandi heimsstyrjöld verður að afarmikilli stjórnarbyltingu — stjórnarbyltingu svo mikilfenglegri, að engin henni lík hefur þekkzt hér á jörðu, og í satnanburði við liana verða franska og rússneska byltitigin smávægilegar.“ ADAM RUTHERFORD, 1942. „í Asiu verður bylting, sem ekki verður kæfð með neinum kjarn- orkusprengjum, og hún mun verða upphaf þriðju heimsstyrjaldar- innar.“ NEHRU, leiðtogi Kongressflokksins, — í ræðu á gamlársdag 1945. I. Á HVERJUM degi berast þau tíðindi frá Asíu, er benda til þess, að þar sé mikil ólga undir niðri og enginn veit hvenær upp úr kann að sjóða. í Indonesíu — nýlendu Hollendinga í Asíu — og alveg sérstaklega á eynni Jövu, liafa blóðugir bardagar staðið yfir nú um margra mánaða skeið milli Indónesa annars vegar og Breta og Hollendinga liins vegar. Fyrir skemmstu hófst „verkfall“ á ind- verska flotanunr í Bombay og þetta verkfall varð að uppreisn gegn Bretum. I bili hefur sú uppreisn verið kæfð, m. a. með tilstyrk leiðtoga Kongressflokksins, þeirra Ghandi og Nehru, sem hvorugur telur að beita eigi oflreldi í sjálfstæðisbaráttu Indlands, fyrr en öll önnur sund séu lokuð. í Kína er að 40 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.