Dagrenning - 01.04.1946, Qupperneq 53
stjórnmálamanna, sem lengst gengur í skiln-
aðarkröfunum og mest hallast að Rússum.
Þá er og vitað, að Rússar standa bak við
Egypta og liyggjast að gera sér þá vinveitta
bæði til þess að ná meiri áhrifum yfir sigl-
iugaleiðinni um Zuesskurðinn, en þeirri leið
er Bretum lífsnauðsyn að ráða yfir, og enn-
fremur vilja þeir fá Egvpta til að sh’ðja
kröfuna um að Rússum verði afhent hin
gamla nýlenda ítala, Libva (Trípohtanía),
sem umboðsstjórnarsvæði, en þá kröfu hafa
Rússar haft uppi síðan á Potsdamfundinum.
Á Persíu eða Iran, eins og það land nú er
kallað, er áður minnzt, og deilan, sem nú
er í uppsiglingu í Tyrklandi, og Rússar standa
að, er hin athyglisverðasta.
IV.
gFTIR styrjöldina 1914—1918 gerði Rúss-
land vináttusáttmála við Tyrkland og
hélzt hann, án breytinga, þar til nú á s.l.
ári, að Rússar sögðu honum upp. Ástæðan
var talin sú, að endurskoða þyrfti ákvæðin
um siglingar um Dardanellasundin, en þau
voru í þessum sanmingi.
En það var aðeins yfirskinsástæða, enda
kom það brátt í ljós, að Rússar gerðu frekari
kröfur á hendur Tyrkjum. Fvrir nokkru tóku
þeir að krefjast héraða, sem Tyrkir fengu
eftir fyrri heimsstyrjöld, og að því er virðist
halda Rússar fast við þá kröfu. I ágætri grein
í ensku tímariti, „Nationaí Message", sem
fjallar um ástandið í þessum löndum og
nefnist „Skuggi Rússlands yfir Vestur-Asíu“,
segir m. a., að það sé opinbert leyndarmál,
að þegar Sarajoglu, þáverandi utanríkisráð-
herra Tyrkja, kom til Moskva í október 1939,
skömmu áður en hann undirritaði vináttu-
sáttmálann milli Tyrkja annars vegar og
Breta og Frakka Iiins vegar. hafði honum
verið bent á, að það væri óráðlegt af Tyrk-
landi að gera þann samning, og að þeir dag-
ar myndu koma, að Tyrkir mundu sjá eftir
því að hafa ekki faiið eftir 'aðvöiun Rússa
í því efni.“
Eru Rússar nú að byrja að framkvæma
þessa hótun sína?
Svipuð er sagan um Persíu. Rússar sýndu
Persum litla ágengni, þar til þeim þótti sýnt,
að Persar mundu frekar hallast á sveif með
Bretum og Bandaríkjamönnum, en Rússum.
Deilan þeirra í milli hófst með því, að Rúss-
ar heimtuðu að Persar leigðu sér olíusvæðin
í norðurhluta landsins. Persar neituðu því
og hófu þá Rússar slíkar árásir á stjórnina
í Persíu, að hún varð að hröklast frá völd-
um. Ný stjórn, sem við tók, reyndi að jafna
þessi mál og hugðist að fara sínu fram í
landinu, þar sem ófriðnum var nú að ljúka,
og bæði Rússar, Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu lofað því að fara með allan her burt
úr landinú eigi síðar en sex mánuðum eftir
ófriðarlok. En Rússar byrjuðu þá ýfingar
við Persa með því að hindra för persneskra
hersveita til norðurhéraða landsins, og síðar
stofnuðu þeir til svokallaðrar skilnaðarhreyf-
ingar í héraðinu Aserbeisjan, sem liggur að
landamærum Rússlands. Hefur í þessu þófi
staðið nú um skeið. Persar lögðu málið fyrir
þing „Hinna sameinuðu þjóða", en Rússar
hindruðu, að það fengi þar afgreiðslu.
Nú hafa Rússar og Persar verið að reyna
að ná samkomulagi, og loks hefur það tek-
izt, en Rússar munu nota alla aðstöðu sína
til að fá komið á leppstjórn í Persíu, og
er ekki ólíklegt, að Rússar efli í því skyni
hinn nýja verkalýðs eða „alþýðuflokk“ í íran,
fyrst þeir urðu að slá undan þar nú, og geri
liann að verkfæri til þess að ná völdum í
landinu, en að þessu mun verða farið mjög
klóklega öllu saman, því að kjarnorkusprengj-
an er ennþá því til hindrunar, að „Góg“
leggi til úrslitaorustunnar.
DAGRENN I NG 43