Dagrenning - 01.04.1946, Side 56

Dagrenning - 01.04.1946, Side 56
fyrir augunum, og hins vegar sameining hinna engilsaxnesku þjóða og þeirra, sem í þann flokk vilja skipa sér. Vafasamt er að af Eviópuþjóðum veiði það aðrir en íslend- ingai og Hollendingar, scm verða Engilsaxa megin. Barátta Norðurlanda og Frakklands gegn liinni svonefndu „vestrænu blokk“ end- ar að líkindum með því, að Frakkland, Belgía og Norðurlönd lenda alveg undir áhrif Rússa, eins og áður er að vikið. Þegai svo langt er komið, að Persía er oiðin iúss- neskt leppríki, Egyptaland að íullu losnað út tengslum við Bietland, Líbya oiðin um- boðsstjóinaisvæði Rússa og hinar engilsax- nesku þjóðii hafa gert með sér náið banda- lag, sem vaiðveita skal bæði í stiíði og friði, þá er ekki langt til síðustu átakanna hci á jöið. Sennilegt er að þessum áfanga verði náð fyrir 1949. Hin mikla Asíubylting, sem er undanfari síðustu styrjaldar mannkynsins, er nú að hefj- ast og hún mun fara sívaxandi eftir því, sem örðugleikarnir vaxa á meginlandi Asíu. — Nehru mun reynast sannspár, er hann sagði: „f Asíu verður bylting, sem ekki verður kæfð með neinum kjarnorkusprengjum, og hún verður upphaf þriðju heimsstyrj- aldarinnar.“ Þau öfl, sem þar eru að verki undir yfir- borðinu og aðeins við og við skjóta upp kollinum í heimsfréttunum, eru svo sterk, að átökin í Evrópu, sem við þekkjum úr frönsku og rússnesku byltingunum, verða smámunir einir hjá þeim gífurlegu árekstr- um. Þegar tæknin hefur gert heiminn að einni liQÍld fær slíkt þjóðskipulag, senr verið hefur í Kína, Indlandi, Japan og Arabalönd- um ekki staðizt. í stórfelldri heimsbyltingu verður það að umskapast, en sú breyting verkar ekki aðeins á þær þjóðir einar, heldur á allan heiminn. Allir spámenn ísraelsþjóðarinnar liafa sagt henni þetta fyrir. Þeir hafa sagt henni, að þar kæmi loks, eftir óskaplegar hörmungar, að á jörðinni yrði stofnað ríki, þar sem friður og hagsæld nmndi ríkja meðal mannanna. Þeir hafa kallað þetta ríki „Þúsundárríkið" eða „Guðsríkið", en auðvitað er með þeim orðum aðeins átt við annað betra og full- komnara þjóðskipulag en það, sem til þessa er þekkt. Þjóðskipulag, sem gerir öllum þjóð- um og öllum einstaklingum heimsins kleift að lifa í sátt og samlyndi óhræddir um líf sitt og afkomu. Það er þetta ríki, sem nú er að skapast í hinum miklu átökum yfir- standandi tíma. Jesú frá Nazaret hefur gleggst allra sagt þetta fyrir. Lærisveinar hans leggja eitt sinn fvrir hann þessa spurningu: „Meistari, hye- nær nmn þá þctta verða og hvert verður táknið, er þetta á að fara að koma fram?“ Og svar hans var á þessa leið: „Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn kon- ungsríki, og miklii landsskjálftai munu veiða á ýmsum stöðum, hallærí og diepsóttii.-------- En allt er þetta upphaf fæðingaihríðanna. -----Og tákn nrunu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jöiðinni angist meðal þjóð- anna í láðaleysi við dunur hafs og brimgný, og menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heims- byggðina, því að kiaftai himnanna munu bifast.-----Því að þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefur þvílík verið frá upphafi heims, allt til þessa, og nmn eigi verða. -----Og þessi fagnaðaiboðskapui um ríkið mun prédikaður verða um alla heims- byggðina, til vitnisbuiðai öllum þjóðum; og þá mun endirínn koma.“ Og Jesú bætti við: „Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám; þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Þannig skuluð þéi og vita, að þegai þéi sjáið þetta fiam koma, er guðsríki í nánd.“ 46 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.