Dagrenning - 01.04.1946, Síða 58

Dagrenning - 01.04.1946, Síða 58
burði, gat hann ekki sannað hann á nokkurn hátt, svo að hann herðir upp hugann og segir: „Ef þú ert hin heilagi Andrés Bobola, þá gef nrér eitthvert sýnilegt og áþreifan- legt tákn þess, að sýn þessi sé veruleiki, svo að henni verði trúað.“ Bobola svarar: „Sýnin, sem þú sást, er sönn og mun verða framkvæmd eins og þú sást hana. En til þess að þér skuli verða trúað, skal ég nú, áður en ég fer, styðja hönd minni hér á borðplötuna og mun þá verða far eftir hönd mína í borðplöt- unni, og mátt þú sýna það öllum til sanninda merkis." Síðan lagði hann hönd sína á borðplötuna og hvarf. Ábótinn varð frá sér numinn, er hann sá farið í borðplötunni. Hann skrifaði niður atburðinn, svo að liann geymdist í bókum klaustursins. Borðið stóð áfrarn á sarna stað í klaustr- inu, og það liðu 100 ár frá því að faðir Korz- eniecki sá sýn þessa og þar til hún rættist. Það var 1918, þegar hin mikla orusta var háð á völlunum eða sléttunni lijá Pinsk. Það var ein af úrslitaorustum fyrri heims- styrjaldarinnar og sú, sem raunverulega réði úrslitunum um örlög Póllands. En 1918 var Pólland endurreist og ein- mitt þá var Andrés Bobola gerðnr að þjóð- ardýrlingi Pólverja. MYNDIRNAR. Rétt þykir að minnast nokkuð á mynd- irnar í riti þessu. Stefán Jónsson teiknari hefur gert káputenkninguna og allar rnynd- ir aðrar en skjaldarmerki íslands, þrjú af fjórðungamerkjunum umhverfis íslands- myndina í miðju heftinu og mynd Einars Jónssonar myndhöggvara af „Fyrsta land- nema íslands“, sem liann góðfúslega lánaði. Myndirnar skýra sig allar sjálfar, nenra hclzt þær tvær, sem eru í miðju ritsins og sýna hermerkja- og ættkvísla-skipan ísraels- manna og landvætta- og þinga-skipan Islend- inga. Skal því fara unr þær fánr orðunr. Myndin af hernrcrkja- og ætkvísla-skipan ísraelsnranna er gerð eftir mynd í bókinni „The Book of Revelation“ eftir Clarence Larkin, amerískan lærdómsmann. Sú bók var fyrst gefin út árið 1919. Myndinni er ekki breytt í neinu því, er máli skiptir, nema áletranir eru hér á íslenzku til hægðarauka fyrir þá, er ekki skilja ensku. Myndin af landsvætta- og þinga-skipan íslendinga er gerð eftir fyrirsögn rninni og á hún að- eins að sýna á táknrænan hátt, líkt og mynd- in á hinni blaðsíðunni gerir, vætta- og þinga- skipanina. Allir vita að þegar skipt var í fjórð- unga og þing, urðu skiptin dálítið önnur en þarna er sýnt, alveg eins og þegar ísraels- menn skipuðu ættkvíslum sínum niður, varð skipanin ekki slík sem myndin sýnir, þar sem ættkvíslirnar voru rnjög misstórar. Til þess að bæta úr þessu, eru þingin sýnd á bls. 31, bæði eins og þau virðast hafa átt að vera og eins og þau síðar urðu. Myndirnar af landvættunum, sem raðað er umhverfis, eru að því er snertir nautið, bergrisann og drek- ann, fjórðungamerkin frá Alþingishátíðinni 1930, en „fuglinn" er teiknaður sérstaklega eftir fuglsmerki því, sem nú er í ríkisskjald- armerkinu. Fuglsmerkið frá 1930 er allt of líkt pólska erninum og gætu útlendingar hæglega villst á því merki. — Öllum þeirn, sem lánuðu mér myndir og ni)'ndamót, þakka ég það liér með. — Myndamótin öll, önnur en af ríkisskjaldarmerkinu, svo og kápumyndamótin, hefur gert prentmynda- stofan Litróf í Reykjavík. J.G. Prentsmidjan ODDI h.f. 48 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.