Ský - 01.02.2008, Síða 6
ský | 1. tbl. 2008
Útgefandi:
Heimur hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Benedikt Jóhannesson
og Jón G. Hauksson
Útlitshönnun:
Heimur hf.
Ljósmyndir:
Geir Ólafsson,
Páll Stefánsson, Páll Kjartansson og fleiri
Blaðamenn/greinarhöfundar:
Bjarni Brynjólfsson,
Erla Gunnarsdóttir,
Guðmundur G. Þórarinsson,
Hilmar Karlsson,
Jónatan Garðarsson,
Lízella,
Ómar Ragnarsson,
Páll Stefánsson,
Sigrún Davíðsdóttir,
Svava Jónsdóttir.
Auglýsingastjóri:
Vilhjálmur Kjartansson
Prentun:
Ísafold hf.
Heimur hf. – Öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Heimur hf.
Borgartúni 23
105 Reykjavík.
Sími: 512-7575
sky
,
1.tbl.2008
Virðing stjórnmálamanna
Það getur verið erfitt að vera í sviðsljósinu. Stjórnmálamenn verða oft fyrir óvæginni umfjöllun en það á við um marga aðra sem eru vel þekktir. Listamenn eru stöðugt að leggja verk sín í dóm almennings
og íþróttamenn í fremstu röð þurfa sífellt að standa undir væntingum sem
ekki eru alltaf raunhæfar. Íslendingar ætlast til mikils af sínum mönnum.
Margt ungt fólk sem hefur keppst við að verða frægt er fljótt að fá sér
leynisímanúmer. Og ekki bara vegna þess að það er töff að geta sagst vera
með óskráð númer.
Stundum á almenningur rétt á því að gera kröfur. Fólk sem hefur
markvisst klifrað upp á við á sínu sviði getur ekki búist við því að geta
brugðið yfir sig huliðshjálmi þegar slíkt hentar. Stjórnmálamenn eru
kannski þeir aðilar sem eru helst í eldlínunni allan sólarhringinn, árum
og áratugum saman. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra vék að þessu
á heimasíðu sinni 18. febrúar síðastliðinn þegar hann skrifaði: „Aðgát skal
höfð í nærveru viðkvæmra sálna.“ Össur kemur þarna með þarfa brýningu.
Það er svo sannarlega ekki ástæða til þess að sparka í stjórnmálamenn eða
aðra þegar þeir hafa ekkert til saka unnið annað en vinna sitt starf. Hins
vegar geta þeir sem kosnir eru til ábyrgðar ekki búist við því að Alþingi
eða borgarstjórn sé eins og verndaður vinnustaður þegar mikil átök eru
og sviptingar.
Oftast hafa stjórnmálamenn sem efnt hafa til stjórnarsamstarfs reynt
að leysa úr ágreiningi sín á milli án þess að til stjórnarslita kæmi. Frá
árinu 1983 hefur ríkisstjórnarsamstarfi aðeins einu sinni verið slitið (árið
1988 þegar Jón Baldvin og Steingrímur sögðu skilið við Þorstein Pálsson).
Borgarstjórnarsamstarfi hafði aldrei verið slitið fyrr en haustið 2007. Oft
hefur auðvitað hrikt í þegar einstaklingar með ólíkar skoðanir vinna saman
en oftast hafa þeir náð lendingu sem ekki hefur ratað á spjöld sögunnar.
Það er hollt fyrir þjóðarsálina þegar stjórnmálamenn hafa þann þroska að
setja stöðugleika ofar eiginhagsmunum.
Staðreyndin er nefnilega sú að í hvert skipti sem stjórnmálamenn
sparka með ófyrirleitnum hætti hver í annan setur stjórnmálin niður þó að
einstaka æstur stuðningsmaður klappi sínum manni lof í lófa. Slíkt klapp
endist yfirleitt ekki lengi. sky,
Benedikt Jóhannesson