Ský - 01.02.2008, Side 8

Ský - 01.02.2008, Side 8
 ský | 1. tbl. 2008 Ragnar Bjarnason Meistari dægurlaga söngsins Texti: Jónatan Garðarsson • Myndir: Geir Ólafsson o. fl. agnar Bjarnason verður 74 ára í haust og hefur staðið í stafni íslenskrar dægurtónlistar stóran hluta þessa tíma. Hann hóf hljómsveitaferilinn þegar hann eignaðist trommusett 13 ára 1947 en söng fyrst opinberlega 1950. Ragnar hefur lengst af verið í fararbroddi þeirra sem fengist hafa við að skemmta landsmönnum með söng og gamanmálum. Hann hefur alla tíð verið manna skemmtilegastur enda frægur húmoristi og músíkalskur fram í fingurgóma. Fáir tónlistarmenn hafa átt jafnauðvelt með að ná til fjöldans. Hann er ótrúlega næmur fyrir því hvað gengur í mannskapinn hverju sinni og hefur ætíð notið hylli. Ragnar kom fram á stórsveitartónleikum Bubba Morthens í Laugardalshöll um síðustu áramót og var sannkallaður senuþjófur. Hann heillaði áhorfendur með sveiflandi söng, töfrandi framkomu og einlægri glaðværð sinni. R

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.