Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 13

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 13
1. tbl. 2008 | ský 13 Raggi Bjarna landið með þessum mönnum og lærði margt af þeim, þó oft væri fátt á böllunum hjá þeim nema í landlegum. Veturinn 1952 byrjaði Ragnar að syngja fyrir algjöra tilviljun eða öllu heldur fyrir misskilning. Hann hafði stofnað tríó með Sigurði æskuvini sínum og Jóhanni Gunnari harmonikuleikara. Þeir réðu sig til starfa á Hótel KEA gegn því að það væri söngvari með í för. Þegar hótelstjórinn vildi heyra í söngvaranum urðu þeir allir að góla eitthvað. Ragnar þótti skásti söngvarinn og varð að sjá um sönginn þennan vetur, ásamt trommuleiknum. Sumarið 1953 fór hann í fyrstu utanlandsreisu sína, en um haustið söng hann m.a. með Hljómsveit Guðmundar R. Einarssonar í Þórscafé. Þar var hann auglýstur sem söngvari ársins. Eftir áramótin söng Ragnar með gömludansahljómsveit fiðluleikarans Josefs Felzman í Tjarnarcafé. Þar heyrði Svavar Gests hann syngja og bauð honum plötusamning vorið 1954. Svavar og Kristján Kristjánsson stjórnandi KK- sextettsins höfðu opnað Músíkbúðina í Hafnarstræti tveimur árum fyrr. Þeir þurftu að hressa upp á viðskiptin og stofnuðu plötufyrirtæki til að auka veltuna. Svavar valdi söngvara og lögin, en Kristján annaðist útsetningar og stjórnaði hljóðfæraleiknum. Ragnar var hálfkvefaður og nefmæltur þegar hann söng fyrstu lögin inn á segulband um miðja nótt í upptökusal Útvarpsins í Landsímahúsinu við Austurvöll. Þegar platan kom út 26. maí 1954 auglýsti Tónika útgáfan í Morgunblaðinu: ,,Hinn nýi dægurlagasöngvari Ragnar Bjarnason syngur með undirleik KK- sextettsins Í faðmi dalsins og Í draumi með þér.“ Ragnar var að vonum spenntur að leyfa foreldrum sínum að heyra afurðina, en föður hans leist ekki vel á uppátækið og sagði við son sinn: ,,Raggi minn. Þú verður kannski einhverntíma góður, en fyrir alla muni syngdu ekki inn á aðra plötu strax.“ Það sem Bjarni vissi ekki á þessari stundu var að Ragnar var þegar búinn að syngja inn á þrjár aðrar plötur sem komu út seinna sama ár á vegum Tónika. Síðan hefur hann sungið inn á fjölda hljómplatna sem hafa gert stormandi lukku. Leigubílstjórinn Þegar fyrsta plata Ragnars kom út var hann trommuleikari hljómsveitar Árna Ísleifssonar á veitingastaðnum Röðli. Veitingamaðurinn fékk þá hugmynd að bjóða upp á söngskemmtun á dansgólfinu og Ragnar var auglýstur söngvari ásamt Sigrúnu Jónsdóttur. Hún hafði verið helsta stjarna söngkvintettsins Öskubuskur, en tvær úr þeim hópi voru á mála hjá Tónika útgáfunni á þessum tíma. Ragnar náði ágætis tökum á söngnum og fékk meira að segja launahækkun því söngurinn var orðinn hluti af starfi hans. Nokkru síðar var annar trommari ráðinn í hljómsveitina og Ragnar lagði kjuðana á hilluna um sinn þó að söngvarar nytu ekki sömu kjara innan hljómsveita og hljóðfæraleikarar. Söngvarar voru íhlaupamenn og eingöngu kallaðir til þegar mikið lá við. Stundum leið langur tími á milli þess sem söngvarar höfðu eitthvað að gera. Þar af leiðandi var mikilvægt fyrir þá að hafa fasta dagvinnu og það sama gilti um marga hljóðfæraleikara sem gátu ekki framfleytt sér á tónlistinni. Þeir störfuðu sem prentarar, húsamálarar, blaðamenn, bankastarfsmenn, kennarar eða skrifstofumenn, en sumir fengust við akstur leigubifreiða. Bílstjórarnir voru í þeirri stöðu að geta Ragnar hefur áhuga á kraftmiklum farartækjum og þá skiptir engu hvort það eru rennilegir bílar eða mótorfákar. Myndin var tekin í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.