Ský - 01.02.2008, Qupperneq 19

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 19
1. tbl. 2008 | ský 1 Raggi Bjarna Ragnar eigið lag við ljóðið Barn eftir Stein Steinarr, en hann samdi lagið að beiðni Svavars Gests 1968 þegar Savannatríóið var að leita að lögum fyrir eina af plötum sínum. Ragnar hefur samið nokkur lög í gegnum tíðina en lítið flíkað þeim hæfileikum sínum og að mestu haldið sig við að túlka lög annarra höfunda eins og þegar hann gerði dúettaplötu með Þuríði Sigurðardóttur 1976. R.B. hljómplötur Þegar flestir héldu að Ragnar væri um það bil að setjast í helgan stein 1999 stofnaði hann útgáfufyrirtæki, R.B. hljómplötur. Hann fékk unga tónlistarmenn til liðs við sig og gerði plötuna Ragnar Bjarnason, Hin hliðin; Við bjóðum góða nótt. Þar söng hann nokkur uppáhaldslög en titillagið Við bjóðum góða nótt hefur fylgt honum frá því að faðir hans samdi það 1939. Meðan Ragnar var með eigin hljómsveit endaði hann alla dansleiki á að syngja þetta lag. Platan fékk frábærar viðtökur og Ragnar ákvað að halda þessu áfram. Ragnar hélt veglega upp á 70 ára afmælið sitt í september 2004 með því að fylla Hótel Ísland í þrígang. Þar hélt hann uppi stanslausri skemmtun í rúma þrjá tíma ásamt gömlum samstarfsmönnum og félögum úr Sumargleðinni og yngra tónlistarfólki sem hann hafði ekki starfað með áður. Í kjölfarið gerði hann plötuna Vertu ekki að horfa; Afmælisútgáfa sem seldist í rúmlega 10.000 eintökum. Þar söng hann lagið Flottur jakki sem varð gríðarlega vinsælt meðal ungs fólks. Síðan þá hefur Ragnar verið fastagestur á framhaldsskólaskemmtunum víðsvegar um landið. Lagið Vertu ekki að horfa var um tíma nefnt þjóðsöngurinn vegna þess að öll þjóðin var með það á heilanum og stöðugt er verið að biðja Ragnar um að syngja þetta lag. Hann hefur gefið út þrjár breiðskífur til viðbótar á undanförnum þremur árum: Með hangandi hendi 2005, Vel sjóaður 2006 og jólaplötuna Gleðileg jól með Ragga Bjarna 2007. Stórtónleikar framundan Ragnar er ekkert á því að slaka á. Hann kemur fram allar helgar ýmist einn eða með Þorgeiri Ástvaldsyni og fleiri tónlistar- mönnum. Þessa dagana er hann að undirbúa stórtónleika sem verða haldnir í Háskólabíói 17. maí 2008. Hann er með nýja plötu á teikniborðinu og aðeins byrjaður að leggja drög að 75 ára afmælinu sem verður haustið 2009. Ragnar hefur nokkrum sinnum verið heiðraður fyrir tónlistariðkun sína. Hann fékk sérstaka viðurkenningu Stjörnumessu DV og Vikunnar 1980 sem söngvari ársins í 30 ár. Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut hann 1994 og var sæmdur gullmerki FÍH árið 2004. Ragnari var veitt fálkaorðan 1. janúar 2005 og útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2007. Sama ár hlaut hann sérstaka viðurkenningu frá Breiðholtssamtökunum fyrir áralangt starf sitt sem skemmtikraftur. Margs að minnast Ragnar minnist langs ferils með ánægju þegar hann horfir um öxl. Hann hefur verið lánsamur og fengið að starfa með góðu tónlistarfólki frá fyrstu tíð. Þetta hófst á æskuheimilinu þar sem hann kynntist frumherjunum sem störfuðu með foreldrum hans. Faðir Ragnars leyfði honum að sniglast í kringum sig alla tíð, hvort sem það var á dansleikjum, tónleikum, í revíunum eða Útvarpinu. Ragnar drakk í sig andrúm og stemningu líðandi stundar og er sannfærður um að faðir hans hafi vitað hvert hann stefndi í lífinu. Hann leyfði Ragnari að spreyta sig á trommurnar, sá til þess að hann lærði undirstöðuatriðin í píanóleik og veitti honum fyrsta opinbera tækifærið sem söngvari, þegar Ragnar söng lagið Barcelona í útvarpssal 1950. Tíminn í KK-sextettinum var eins og að stunda framhaldsnám, sem og starfið með Svavari Gests, en skóli lífsins hefur skilað Ragnari mestu. Hann hefur starfað með fjölda manns á löngum ferli en aðspurður um hver þeirra hafi verið minnisstæðastur segir hann: ,,Elly Vilhjálms er mjög ofarlega í huga. Hún var dýrðleg stúlka og unun að vinna með henni. Hún var svo létt og skemmtileg og ótrúlega góð söngkona og gat sungið hvað sem var. Unga fólkið er að uppgötva hvað hún var merkileg söngkona og það skiptir miklu máli. Allt þetta lið hefur verið frábært og ég hef átt yndislegt líf.“ Þjóðargersemi Það er með ólíkindum að Ragnar skuli enn vera á fullu í tónlistinni, kominn á 74. aldursár. Röddin er ótrúlega ungleg, sjarmerandi krúnerastíllinn engu líkur og maðurinn sjálfur þvílík þjóðargersemi að það er leitun að öðrum eins meistara. Fyrir þá sem ekki kannast við tónlistarmanninn Ragnar Bjarnason má geta þess að Ragnar er náunginn á ameríska kagganum sem birtist með reglulegu millibili í bensínstöðvaauglýsingum í sjónvarpinu. Þetta er maðurinn sem þjóðin hefur dáð og dýrkað lengur en elstu menn og konur muna - töffarinn Ragnar Bjarnason. sky, Leikhústilboð Bo rð ap an tan ir í s ím a 4 61 -5 85 8 Njóttu lífsins í hjarta Akureyrar Hafnarstræti 92 - www.bautinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.