Ský - 01.02.2008, Page 24

Ský - 01.02.2008, Page 24
24 ský | 1. tbl. 2008 D ísella býr ásamt eiginmanni sínum, Teddy Kernizan píanóleikara, í New Jersey; á heimili þeirra eru einnig tveir hundar - boxerhundurinn Raskal og Boris sem er franskur mastiff. Æfingaaðstaðan er á heimilinu og þar undirbýr sópransöngkonan sig fyrir sigra á tónlistarsviðinu. Debut-tónleikar Dísellu í Bandaríkjunum voru 20. febrúar og eftir það tóku við æfingar fyrir hlutverk hjá Metropolitan-óperunni; hún er varamaður í nútímaóperunni Satyagraha eftir Philip Glass sem verður frumsýnd í apríl. ,,Óperan, sem fjallar um Gandhi í Suður-Afríku, var samin árið 1981 og hefur aldrei verið sýnd í Bandaríkjunum. Þetta er nútímatónlist sem ég hef hingað til yfirleitt ekki verið hrifin af. Í henni eru miklar endurtekningar og ólíkt öðrum óperum er ekki endilega verið að leggja áherslu á ,,flugeldasýningar“ hjá söngvurunum heldur er meira verið að kyrja. Þetta verk laumast samt að manni og verður áhugaverðara í hvert skipti sem ég kem að því aftur.“ Silfraðir og gylltir tónar Hjördís Elín Lárusdóttir sópransöngkona, betur þekkt sem Dísella, klifrar nú upp metorðastigann en hún hlaut í fyrra starfssamning við Metropolitan-óperuna í New York. Madame Butterfly er draumahlutverkið. Texti: Svava Jónsdóttir • Myndir: Ýmsir Metropolitan óperan í New York.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.