Ský - 01.02.2008, Síða 26

Ský - 01.02.2008, Síða 26
2 ský | 1. tbl. 2008 Söngvararnir syngja á forn-hindí Dísella verður í hlutverki ritara Gandhis, frú Schlesen. ,,Óperan er mjög óhefðbundin og það er ekki beint hægt að kynnast karakternum í gegnum textann því hann fjallar um allt það sem Gandhi predikaði.“ Tónlistin í blóðinu Dísella kynntist tónlistarheiminum snemma en faðir hennar var Lárus heitinn Sveinsson trompetleikari. Hún byrjaði að læra á trompet þegar hún var átta ára og lærði á það hljóðfæri í sex ár. Hún fór að læra á píanó þegar hún var 15 ára og hætti fjórum árum síðar. ,,Ég var með stórkostlega kennara, bæði á trompet og píanó. Pabbi kenndi mér á trompet og Ólafur Vignir Albertsson og Jón Sigurðsson kenndu mér á píanó. Ég hafði þó aldrei trú á því að ég gæti gert þetta að atvinnu. Ég var hrædd við agann sem tónlistarmenn þurfa að hafa og ég veit eiginlega ekki ennþá hvernig ég fór svo allt í einu að læra söng.“ Faðir Dísellu gaf henni einu sinni kassettutæki og tvær spólur sem hún segir að hún hafi spilað endalaust. ,,Ég hafði svo gaman af þeim en þetta var besta gjöfin sem ég hafði fengið. Ég var alltaf að spila tónlist. Svo notaði ég þetta kassettutæki til að taka upp þegar ég söng; ég á eldgamlar spólur, frá því ég var um fimm ára að ,,semja“ lög sem er mjög fyndið að hlusta á í dag. Ég og Sif frænka mín tókum líka upp lög saman og stofnuðum hljómsveitir. Svo sungum við systurnar alltaf saman þegar við vorum í bílnum. Ég hélt bara að allir gerðu þetta. Það var þó ekki bara klassísk tónlist sem ég hlustaði á.“ Þrátt fyrir áhrif tónlistarinnar á heimilinu dreymdi Dísellu um að verða apótekari. ,,Ég og Magga, vinkona mín, höfðum planað þetta. Við ætluðum að eiga saman apótek og búa saman í tvíbýli með kallana okkar, börnin, sex hunda, fjóra ketti, tíu hesta, kanínur, fiska og ég veit ekki hvað. Við vorum meira að segja búnar að teikna húsið, innréttingarnar og allt heila klabbið.“ Örlögin réðu förinni Dísella tók stúdentspróf frá Kvennaskólanum og hugðist fara annaðhvort í sálfræði eða heimspeki. Örlögin ætluðu henni annað og skráði hún sig í Söngskólann í Reykjavík en þaðan útskrifaðist hún sumarið 2002. ,,Ég fór til Vínar um vorið en mig langaði til að fara í skóla þar. Ég var komin í samband við söngkennara þar sem vinafólk pabba þekkti. Hann hlustaði á mig fyrsta daginn og sagði að Dísella kynntist tónlistarheiminum snemma en faðir hennar var Lárus heitinn Sveinsson trompetleikari.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.