Ský - 01.02.2008, Page 27
þetta yrði ekkert mál fyrir mig. Ég veit ekki hvaða öfl voru
að verki en ég fékk ofnæmiseinkenni tveimur dögum fyrir
inntökuprófið en það er eitthvað sem ég hafði aldrei á ævinni
upplifað áður. Ég reyndi samt að syngja í inntökuprófinu en það
gekk hræðilega og ég komst ekki inn í skólann.“
Laura Brooks Rice, bandarískur söngkennari, kom til Íslands
þá um haustið og hélt master class-námskeið. Dísella ætlaði
upphaflega ekki að skrá sig í það. ,,Eftir að einn kennarinn við
Söngskólann hafði hringt í mig tvisvar sinnum til að hvetja
mig til þess að skrá mig, gerði ég mér grein fyrir að þetta væri
kannski eitthvað sem mér væri ætlað að gera. Og viti menn -
mér leist svo vel á hana að ég fór til Bandaríkjanna í inntökupróf
við Westminster Choir College of Rider University, það gekk vel
og inn komst ég.“
Þar kynntist Dísella Teddy, sem þá var nemandi við
píanódeild skólans, og var það ást við fyrstu sýn.
Dísella stundaði nám við skólann í tvö ár og útskrifaðist
þaðan með meistaragráðu. Hún lagði meðal annars áherslu á
óperur eftir meistara Mozart en þær eiga vel við rödd hennar.
Dísella hafði landvistarleyfi til ársins 2008 en hún var með
nemenda-visa. Reglur voru þær að ef hún færi af landi brott
mætti hún ekki koma aftur til Bandaríkjanna. Hún mátti ekki
heldur vinna. Þannig stóðu málin í átta mánuði og það hafði
áhrif á hana. ,,Ég sat þess vegna bara heima
og gerði ekki neitt. Þetta var hræðilegur
tími og mér leið eins og ég væri fangi,
föst inni í minni eigin stofu að horfa á
sjónvarpið daginn út og inn. Mér leið svo
illa að ég hafði næstum því enga löngun til
að æfa mig.“
Ótrúlegur heiður
Dísella fór að taka þátt í keppnum sem
henni gekk vægast sagt vel í. Fyrsta
keppnin var Astral Artistic Services National
Auditions sem haldin var í Fíladelfíu. Þá tók
hún þátt í keppni í Los Angeles og komst
þar í lokaúrslit. Hún tók þátt í keppninni
Operalia á Spáni en sú keppni er haldin á
vegum stórtenórsins Placido Domingo. Þar
komst hún í undanúrslit.
Keppnirnar komu henni þangað
sem hún er í dag - með starfssaming
við Metropolitan-óperuna í New York
sem varamaður í hlutverki frú Schlesen í
óperunni Satyagraha.
,,Metropolitan-óperan er eitt virtasta
óperuhús í heimi svo það að fá að syngja
þar er ótrúlegur heiður. Maður verður að
taka þátt í keppnum til að beina athygli
að sjálfum sér. Ég var á síðasta séns að skrá
mig í Metropolitan-keppnina því aldurstakmarkið var 30 ár svo
það var bara að duga eða drepast - ,,go for it“ eða sjá alltaf eftir
því að hafa aldrei prófað. Ég trúði því ekki sjálf hversu langt ég
komst á endanum. Mér fannst ég ekkert endilega tilbúin þegar
ég skráði mig upphaflega. Svo hafði ég starfssamning upp úr
þessu sem skiptir mestu máli.
Ég held að óhætt sé að segja að allir sem læra óperusöng vilji
syngja í Metropolitan-óperunni að minnsta kosti einhvern tíma.
Þetta er eins og með hvern annan vinnustað - maður vill að
sjálfsögðu vinna á besta staðnum, við bestu aðstæðurnar og með
besta kaupið.“
Framlengingarsnúra
Þegar Dísella er spurð hvað tónlistin sé í huga hennar segir hún
að hún vilji alltaf hafa tónlist í kringum sig. ,,Ég er ekki endilega
að tala um klassíska tónlist heldur bara tónlist yfir höfuð. Þetta
er eitthvað sem maður gerir án þess að pæla í því - kveikja *
græjunum * morgnana og þegar maður fer inn í bíl, * meðan
maður er að vinna ... Sumir vilja bara popp-tónlist, aðrir rokk
en ég er alæta á tónlist. Það fer bara eftir því í hvernig skapi ég
er hvað ég vel mér að hlusta á. Mér finnst tónlist vera nokkurs
konar framlengingarsnúra á tilfinningar hvers og eins. Þess vegna
er svo gott að hluta á réttu tónlistina á rétta tímanum - það
Hagstættmeð fyrirtækjasamningi Hertz
Sama hagstæða verðið allt árið
522 44 00 • www.hertz.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
09
65
0
2/
08
Dísella
1. tbl. 2008 | ský 27