Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 34

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 34
34 ský | 1. tbl. 2008 Sigurður Már hefur þó gaman af að leika sér í golfi á sumrin þegar tími gefst til. „Þegar maður er kominn á kaf í dansheiminn er ekki aftur snúið. Fyrir mér er dans ekki bara íþrótt heldur líka list, það er svo rosalega mikil vinna á bak við þetta. Það er til dæmis mikið meiri skemmtun í að horfa á dans heldur en margar aðrar íþróttir. Þannig orða margir utanaðkomandi þetta oft því það er svo mikill klassi yfir þessu,“ útskýrir Sara Rós þegar hún er spurð hvað sé svona heillandi við dansinn. Sigurður Már hlustar athugull á og segir jafnframt: „Ég myndi segja að það væri allur félagsskapurinn, keppnisferðirnar og keppnirnar, hreyfingin og tilfinningin að vinna sem gerir þetta svo skemmtilegt.“ Þau stefna hátt á dansgólfinu og er Sigurður Már svo brattur að nefna jafnvel heimsmeistaratitil á meðan Sara Rós einblínir á næstu verkefni, þar á meðal Íslandsmeistaramótið þar sem þau munu án efa keppa til sigurs. „Ég ætla mér að ná langt í framtíðinni en það verður mikil barátta um Íslandsmeistaratitilinn því við erum komin upp í nýjan flokk,“ útskýrir Sara Rós glöð í bragði og blaðamanni verður ljóst hversu mikilvægt sjálfstraustið er þessum ungu og bráðefnilegu dönsurum, enda kemur það á daginn í lok samtalsins þegar þau eru innt eftir því hvað maður þurfi að bera til að verða góður dansari: „Maður þarf að vera nokkuð opinn, með góðan takt, snerpu, úthald og útgeislun á dansgólfinu að mínu mati,“ segir Sigurður Már og Sara Rós segir jafnframt; „Það sem mér finnst mikilvægast er gott sjálfstraust og sjálfsagi og auðvitað að geta notið dansins því þá getur maður allt sem maður ætlar sér.“ sky, Sara Rós Jakobsdóttir Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Áhugamál: Aðallega dans, hitta vini mína, skemmta mér og njóta lífsins. Gæludýr: Ekkert nema litlu systkini mín, ha ha. Uppáhaldsmatur: Mér finnst mjög gaman að borða góðan mat, ég er alls ekki matvönd. Ég held reyndar að það sé bara sparimaturinn hjá ömmu, lambalæri með brúnuðum kartöflum og meðlæti. Uppáhaldsdrykkur: Íslenska vatnið er best. Uppáhaldsdansari: Yulia Zagoruychenko. Mottó: Viljinn er allt sem þarf. Sigurður Már Atlason Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Áhugamál: Dans, golf, fótbolti og að vera með vinum mínum. Gæludýr: Hundurinn Snót. Uppáhaldsmatur: Mér finnst bara næstum allur matur góður en ég verð samt að segja að maturinn hennar ömmu toppi allt. Uppáhaldsdrykkur: Vatnið klikkar aldrei. Uppáhaldsdansari: Slavik Kryklyvyy í Latin-dönsum og Mirko Gozzoli í Ballroom-dönsum. Mottó: Hver er sinnar gæfu smiður og æfingin skapar meistarann. Auður Haraldsdóttir, danskennari: Í fremstu röð samkvæmis- dansara á Íslandi „Fljótlega kom í ljós að Sigurður Már og Sara Rós náðu vel saman og höfðu áhuga á dansi. Frá unga aldri hafa þau verið í fremstu röð samkvæmisdansara á Íslandi. Einnig hafa þau staðið sig mjög vel í keppnum erlendis. Þau hafa góða tækni, útgeislun í dansinum og njóta þess að hafa dansað alltaf saman þar sem þau þekkja hvort annað mjög vel. Einnig hafa þau sterkan fótaburð sem gerir það að verkum að öll tækni verður betri og samspil milli þeirra auðveldara. Þeirra dansferill er mjög góður, þau hafa unnið marga Íslandsmeistaratitla og einnig hafa þau hlotið 1. sæti á Copenhagen Open þar sem örfá íslensk danspör hafa unnið. Þau eru áhugasöm og dugleg og ég spái því að þau eigi eftir að ná langt í íþróttinni því þau eru skipulögð og stunda æfingar mjög vel.“ Dans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.