Ský - 01.02.2008, Qupperneq 37

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 37
1. tbl. 2008 | ský 37 frá Bandaríkjunum, landi þar sem skák naut takmarkaðra vinsælda svo vægt sé orðað. Mætti einn með kunnáttu sína og hæfileika gegn allri skákmenningu Sovétríkjanna. Í Reykjavík 1972 var augljóst hve mikla virðingu sovéskir stórmeistarar báru fyrir þessum einstæða snillingi. Meistarar, atvinnumenn í skák, sem þekktu og skildu kjarna listarinnar, gengu aftur á bak og voru með stjörnur í augunum þegar þeir horfðu á Fischer. Ferill og lífshlaup hans voru með sérstökum hætti. Fæddur 1943, alinn upp hjá einstæðri móður, skákmeistari Bandaríkjanna 14 ára gamall, ótrúlegir sigrar í skákmótum og einvígum, heimsmeistari 1972, tefldi eftir það ekki eina einustu skák opinberlega í 20 ár en hvarf inn í sjálfskipaða útlegð. Árið 1992 tókst að draga Fischer að skákborðinu aftur og þá sigraði hann í einvígi við fyrrverandi heimsmeistara, Boris Spassky. Þetta einvígi dró hins vegar dilk á eftir sér. Hann var talinn hafa brotið viðskiptabann Bandaríkjanna við Júgóslavíu með því að tefla þar. Ákæra var lögð fram á hann hjá öllum lögreglustjóraembættum Bandaríkjanna. Hann var eini maðurinn í heiminum sem var ákærður fyrir brot á þessari reglugerð, færði trémenn af hvítum reitum á svarta. Eftir það var hann landflótta, kom aldrei aftur til Bandaríkjanna, bjó í ýmsum löndum fjarri ættingjum og vinum, einn. Gat hvorki verið við jarðarför móður sinnar né systur, nánustu ættingja sinna. Árið 2005 var hann stöðvaður á flugvelli í Tókýó og talinn með ógilt vegabréf sem reyndar orkar mjög tvímælis. Hann var lokaður inni í sérstöku fangelsi í níu mánuði vegna þessa og ráðgert að senda hann til Bandaríkjanna. Íslendingum tókst að ná honum út úr fangelsinu með því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt. Á Íslandi átti Snillingur, einfari og sérvitringur Það fer ekki mikið fyrir gröf Fischers í Laugardælakirkju í Flóa. Skák
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.