Ský - 01.02.2008, Side 44

Ský - 01.02.2008, Side 44
44 ský | 1. tbl. 2008 Aðspurð hvort þau muni keppa fyrir Hagaskóla að ári liðnu segja strákarnir það ekki svo ólíklegt. Til að komast í liðið þarf að þreyta inntökupróf og segjast þau öll hafa orðið hissa þegar þau fengu að vita, tveimur vikum eftir prófið, að þau hefðu verið valin í liðið. Ólafur: „Þetta var eiginlega tilviljun hjá mér, ég var nýbúinn í íþróttum og hafði séð auglýsingu um inntökupróf um morguninn. Ég var nokkurn veginn á báðum áttum hvort ég ætti að fara heim í sturtu eða skella mér í prófið.“ Þegar ég spyr hvernig stemningin sé í skólanum á keppnisdegi svarar Auður: „Stemningin byggðist upp með fleiri sigrum og fyrir úrslitin í útvarpinu var gríðarleg spenna. Ekkert var betra en að heyra í öskrandi grænklæddum stuðningsmönnum á Markúsartorginu.“ Krakkarnir segjast hafa kynnst ágætlega í gegnum keppnina, en Jón og Ólafur eru einnig bekkjarfélagar. Fáið þið frí hjá kennurum þegar þið eruð að undirbúa ykkur? Auður: „Já, það er lykilatriði að vera vel sofinn fyrir keppni, auk þess sem við þurftum ýmislegt að stússa á keppnisdag. Þá daga fengum við yfirleitt frí. Mestmegnis var undirbúningurinn utan skóla; við lásum heilmikið og æfðum í jólafríinu.“ Skiptið þið niður hver lærir hvaða svið, t.d. íþróttir, tónlist...? Ólafur: „Já, það var eitt af því fyrsta sem við gerðum. Ég sá um íslenska sögu og íslenska landafræði, Jón fór yfir mannkynssögu og almenna landafræði og Auður var það sem við köllum „ruslakista“, sá um ýmsar listgreinar, sem og norræna goðafræði.“ Jón: „Við bundum okkur samt ekkert alltof mikið við þessa skiptingu.“ FRAMHALDSSKÓLARNIR KOMNIR Á HREINT Þegar ég spyr um val á framhaldsskóla eru svörin nokkuð afdráttarlaus: Ólafur og Jón: „Já auðvitað, er eitthvert val?! MR að sjálfsögðu!“ Auður: „Haha, MH fyrir mig!“ Hvað er skemmtilegast við að vera í spurningaliði? Ólafur: „Mér fannst skemmtilegast að vinna; uppskera erfiðið.“ Jón: „Já, sigurvíman!“ Auður samsinnir strax: „Ójá!!“ Spurningalið Hagaskóla bar sigur úr býtum í Nema hvað?, spurningakeppni grunnskólanna, í lok janúarmánaðar, þegar það vann lið Árbæjarskóla í úrslitaviðureign. Sigurliðið skipuðu þau Jón Áskell Þorbjarnarson, Ólafur Kjaran Árnason (báðir 14 ára) og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir (15 ára). Þau segjast hafa horft á Gettu betur með stjörnur í augum þegar þau voru yngri en að öðru leyti stefndu þau ekki endilega á að taka þátt í svipaðri keppni. Gætu auðveldlega vanist frægðinni! Texti: Lízella • Mynd: Páll Kjartansson Spuningakeppni grunnskólanna

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.