Ský - 01.02.2008, Side 45

Ský - 01.02.2008, Side 45
1. tbl. 2008 | ský 45 Leiðinlegasti fylgifiskur þess að vera í spurningaliði segja þau vera langa lestrardaga sem núna eru að baki. Aðspurð hvort þau hafi verið kvíðin fyrir keppni segja þau: Auður: „Tíhí! Já, fyrir fyrstu keppnina var maður nokkuð kvíðinn en svo vandist þetta vel. Þó var ekki laust við nettan fiðring fyrir úrslitin!“ Þegar ég spyr þau hvort þau hafi fengið mikið hrós frá kennurum og nemendum í skólanum segja þau: Ólafur: „Já, og það er virkilega gaman að því. Svo er líka stórskemmtilegt þegar ókunnugt fólk vindur sér að manni og spyr: „Vannst þú ekki spurningakeppnina?“. Auður: „Við gætum vel hugsað okkur að venjast frægðinni!“ Mynduð þið mæla með að krakkar kepptu að því að komast í spurningalið, hvort sem það er í grunnskóla eða menntaskóla? Jón: „Já, það á hiklaust að láta á reyna ef áhugi er fyrir hendi, þetta er nefnilega svo skemmtilegt.“ Að lokum: Hverjir eru framtíðardraumarnir? Jón: „Byrja á því að vinna Nema hvað? á næsta ári, síðan Gettu betur og stórar áætlanir í mótun.“ Ólafur: „Ímyndaðu þér blöndu af Cesari og Sókratesi.“ Auður: „Ég stefni hátt, ég hefði nú gaman af Gettu betur til að byrja með en svo koma heimsyfirráð sterklega til greina.“ sky, SIGuRLIð HAGASKÓLA Frá vinstri: Jón Áskell Þorbjarnarson, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Ólafur Kjaran Árnason.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.