Ský - 01.02.2008, Page 47
1. tbl. 2008 | ský 47
með skrifstofur á öllum Norðurlöndunum og eins erum við mjög
öflugir í Bretlandi. Það hefur verið gott og mikið samstarf á milli
þessara landa. Einnig höfum við aðstoðað erlend fyrirtæki við að
koma hingað til lands og verið þeim til ráðgjafar.“
Hverjir eru stærstu viðskiptavinir
ykkar á fyrirtækjasviði?
,,Við erum með marga stóra viðskiptavini
á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. Af
skráðum félögum má nefna að við erum
endurskoðendur fyrir Exista, Bakkavör,
Össur og Alfesca. Fjármálaráðgjöfin
okkar vinnur einnig mjög mikið með
íslensku bönkunum í samruna- og
yfirtökuverkefnum. Þar fyrir utan erum
við með mörg stór íslensk fyrirtæki í
viðskiptum, bæði sem starfa eingöngu
hér á Íslandi og sem eru í útrás. Við
höfum löngum verið sterk í sjávarútvegi
og eru mörg af stærstu fyrirtækjum
landsins á því sviði í endurskoðun hjá okkur. Auk þessa eru
mörg opinber fyrirtæki og sveitarfélög meðal viðskiptavina
okkar.“
Deloitte er annað af tveimur stærstu endurskoðunar- og
ráðgjafafyrirtækjum landsins og hyggst vera það áfram.
En hvernig sér Þorvarður forstjóri fyrir sér starfsemi
félagsins í framtíðinni?
,,Það eru sífellt meiri kröfur gerðar til
endurskoðenda og miklar breytingar í
okkar starfsumhverfi eru framundan
með innleiðingu 8. tilskipunar EB
í íslensk lög. Við verðum nú að haga
okkar vinnu í samræmi við alþjóðlega
endurskoðunarstaðla. Þetta þýðir mikla
áherslu á þjálfunarmál og því er mikilvægt
að við náum áfram að laða að okkur besta
fólkið, enda er hér um að ræða spennandi
starf og starfsmenn sem hafa fengið
þjálfun á endurskoðunarskrifstofum eru
eftirsóttir.
Við ætlum okkur að halda áfram að
efla bæði endurskoðunarsviðið sem og
ráðgjafarsviðin okkar og vera þannig
áfram í stakk búin að fylgja viðskiptavinum okkar eftir því sem
þeir stækka og starfsemi þeirra verður flóknari.“ sky,
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, segir að með því að nýta net Deloitte-sérfræðinga um allan heim hafi fyrirtækið
getað aðstoðað íslensk fyrirtæki í útrás sinni.
„Þær sameiningar sem áttu
sér stað voru liður í þeirri
stefnu félagsins að efla
þjónustuna með aukinni
sérhæfingu og víðtækari
ráðgjöf. Þannig erum við
betur í stakk búin til þess
að uppfylla fjölbreyttar
þarfir íslenskra fyrirtækja í
síbreytilegu umhverfi.“