Ský - 01.02.2008, Qupperneq 49

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 49
1. tbl. 2008 | ský 4 ,,Þannig vinna saman margar ljósmyndir af byggingum sem eftir standa á Miðnesheiði, fimm stór veggspjöld og einnig tjáning almennings á striga.“ Um ljósmynda- og gjörningasýningu var að ræða. ,,Ég fór þá djörfu leið að fjalla um mjög viðkvæmt efni sem herinn er; í rauninni er þetta eldfimt efni.“ Sólveig segir að fólk hafi tjáð sig um svo margt á þeim tíma sem sýningin stóð yfir í Þjóðarbókhlöðunni. ,,Fólk tjáði sig meðal annars um atvinnusköpun, hvernig Ameríkaninn hefur hjálpað okkur til dæmis í sambandi við eldgosið í Heimaey og það tjáði sig um ástandsárin. Mér finnst ég hafa séð speglun þjóðfélagsins hvað strigana varðar. Þetta er mjög opinn tjáningarmiðill. Verkið er í rauninni lifandi; það er alltaf að breytast.“ Sýningin var tekin niður í lok febrúar en verður sett aftur upp í Duushúsi í Reykjanesbæ 8. mars og stendur yfir til 12. apríl. Myndlistin er svo margt Sólveig Dagmar hefur rekið Auglýsingastofu Íslands ehf. í fimm ár. Hún tekur að sér grafíska hönnun og menningarmiðlun. Þá er hún með vinnustofu á Korpúlfsstöðum þar sem hún vinnur að myndlist og eru málverk hennar seld í Gallerí Lind. Þegar hún er spurð hvað myndlistin sé í huga hennar segir hún: ,,Myndlist er tæki. Mér finnst myndlist spegla lífið og hvernig tilfinningar manns eru hverju sinni. Ég held að þráin til að skapa sé í okkur öllum og hvað sýninguna ,,För hersins“ varðar er ég í rauninni að gefa fólki tækifæri á að skapa. Mér finnst myndlistin jákvæð og nauðsynleg öllum. Í mínum huga er myndlist svo margt. Myndlist getur verið ljósmynd og myndlist getur verið eitt strik. Myndlistin gefur einnig lífsfyllingu, ánægju og gleði. Í mínum huga er myndlistin hjartað. Ég kýs að fara nýjar leiðir í myndlistinni.“ Myndefnið er margvíslegt: Abstrakt. Náttúran. Tilfinningar. Hvalfjörður Árin eru orðin tólf sem Sólveig hefur starfað sem fararstjóri og hefur hún farið um 40 hringferðir um Ísland. Hún hefur því séð nær öll söfn á landinu. ,,Ég er að vissu leyti búin að vera menningarmiðlari, leiðsögumaður og fararstjóri. Ég á þann draum að vinna að því að byggja upp menninguna, setja fram upplýsingar og gera t.d. Hvalfjörð spennandi. Mér finnst hann hafa orðið út undan og ekki verið sinnt sem skyldi. Þetta er einn fallegasti fjörðurinn á landinu og þar myndi ég vilja miðla menningu fljótlega með ljósmyndum, fræðslu og margs konar miðlun. Nú er bara að hefjast handa við uppbyggingu slíks verkefnis á komandi árum.“ sky, „Myndlistin gefur einnig lífsfyllingu, ánægju og gleði. Í mínum huga er myndlistin hjartað.“ Myndlist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.