Ský - 01.02.2008, Síða 50

Ský - 01.02.2008, Síða 50
50 ský | 1. tbl. 2008 Þ egar ég var 6-7 ára á árunum 1946-7 heillaði mig mjög saga af svonefndum gaselludreng, sem sagt var að hefði alist upp barnungur hjá þessum spretthörðu dýrum. Þetta uppeldi hefði gert hann svo fótfráan að þegar hann var fullvaxinn gat hann hlaupið miklu hraðar en nokkrir aðrir menn. Þessi saga var hliðstæð sögunum af Tarzan apa- bróður sem átti að hafa alist upp hjá mannöpum. Einstök gullaldarár Árin á eftir komu síðan gullaldarár íslenskra sprett- hlaupara sem heilluðu jafnt unga sem gamla, enda fylgir alltaf sérstakur ljómi og spenna spretthlaupum og tengist þeim kitlandi æsingi hraðans sem fylgir því að sjá jörðina æða á móti sér. Ýmsir þjóðþekktir Íslendingar hafa fengist við spretthlaup. Sem dæmi má nefna að Grétar Þorsteins­ son, forseti ASÍ, var landsliðsmaður á sínum tíma og Árni Johnsen alþingismaður hljóp hundrað metrana á 11,0 sek- úndum á sjötta áratugnum. Á gullaldarárunum var áhorf- endaskari allan hringinn á Melavellinum á frjálsíþrótta- mótum sem voru mun betur sótt en knattspyrnuleikir. Það var svo sem ekki að undra því að á tímabili áttu Íslendingar sex spretthlaupara í hópi þeirra allra bestu í Texti: Ómar Ragnarsson • Myndir: Ýmsir. Afreksmenn Ómar Ragnarsson, sem keppti í spretthlaupi um árabil, velur hér tólf bestu spretthlaupara Íslendinga síðustu sex­tíu árin. Fjórir bestu spretthlaupararnir eru Hilmar Þorbjörnsson, Haukur Clausen, Hörður Haraldsson og Oddur Sigurðsson. Í þessari grein má sjá að oft var mikil drama- tík í gangi hjá íslensku gaselludrengjunum. GASELLU­ DRENGIRNIR Clausenbræður, einstakt fyrirbæri í íþróttasögu heimsins.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.