Ský - 01.02.2008, Page 51

Ský - 01.02.2008, Page 51
1. tbl. 2008 | ský 51 Evrópu og vegna þess að brautirnar á Melavellinum voru aðeins fjórar gátu íslensku hlaupararnir átt frekar á hættu að detta út úr undanrásum hér heima en á erlendum völlum, svo mikil var breiddin. Ef velja ætti tíu bestu spretthlaupara Íslendinga á öldinni sem leið væri úr vöndu að ráða því að taka yrði með í reikninginn samanburð við það besta erlendis á hverjum tíma og taka tillit til aðstöðumunar, annars vegar þeirra sem hlupu fyrir 1965 og hinna sem komu fram síðar. Á tiltölulega fáum árum á seinni hluta sjöunda áratugarins urðu gríðarlegar framfarir hvað snerti hlaupabrautir, skó, tækni, næringarfræði og læknisfræðilega þjálfun og eflingu. Gulldrengirnir sex Ég ætla að fara þá leið að velja þá tólf spretthlaupara sem ég tel að hafi verið fremstir og voru átta þeirra upp á sitt besta fyrir þessa tæknibyltingu en fjórir eftir að hún skall á. Sex þessara gaselludrengja kepptu samtímis á árunum í kringum 1950: Finnbjörn Þorvaldsson, tvíburabræðurnir Haukur og Örn Clausen, Ásmundur Bjarnason, Hörð­ur Haraldsson og Guð­mundur Lárusson. Hápunkti náði þessi gullöld á Evrópumeistaramótinu í Brussel árið 1950 þegar þeir gátu gert sér vonir um alls sex verðlaun, í 100, 200 og 400 metra hlaupum, 4x100 metra boðhlaupi og 110 metra grindahlaupi. Hópurinn sem keppti í Brussel er líkast til frábærasti íþróttahópur sem Ísland hefur átt því að Torfi Afreksmenn TÓLF BESTu SPRETTHLAuPARARNIR - að mati Ómars Fjórir bestu: Hilmar Þorbjörnsson, Haukur Clausen, Hörður Haraldsson, Oddur Sigurðsson. Aðrir: (Í stafrófsröð) Ásmundur Bjarnason, Bjarni Stefánsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Guðmundur Lárusson, Jón Arnar Magnússon, Vilmundur Vilhjálmsson, Þórir Þorsteinsson, Örn Clausen. GASELLU­ DRENGIRNIR Áhorfendaskari allan hringinn á Melavellinum. 100 metra hlaup. Haukur Clausen fyrstur, Ásmundur, Guðmundur og Hörður fylgja fast á eftir.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.