Ský - 01.02.2008, Side 53
1. tbl. 2008 | ský 53
leitt aðeins sjónarmun á eftir bróður sínum í 100 metra
hlaupi og betri en hann í 400 metra hlaupi.
Íþróttataskan sem hefði átt
að fara í Þjóðminjasafnið
Árangur Arnar í tugþrautinni í Brussel
sýndi að hann hefði átt góða mögu-
leika á að ná á verðlaunapall þar bæði í
langstökki og 110 metra grindahlaupi!
Örn er þess utan eini Íslendingurinn
sem hefur átt heimsmet í spretthlaupi,
nánar tiltekið í 1000 metra boðhlaupi,
þar sem hann hljóp í sveit með þremur
af fremstu spretthlaupurum heims og
setti með þeim heimsmet sem stóð í
tíu ár. Íþróttataska Arnar ætti að fara á
Þjóðminjasafnið, hlaðmenn Flugfélags
Íslands gleymdu henni í Reykjavík svo
hann kom skólaus til keppni í Brussel
og skólaus nær tugþrautamaður ekki
miklum árangri. Hann fékk lánaða skó, héðan og þaðan,
en í kastgreinunum varð hann að vera í skóm af Jóel Sig
urðssyni en þeir voru tveimur númerum of stórir. Rétt
fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Helsinki, 1952, ætlaði
Örn að snara töskunni snöggt upp í hillu en tognaði og gat
ekki tekið þátt í keppni. Hann taldi sig ekki lengur þurfa
að fylgja agareglum keppnismann-
anna og var fyrir bragðið dæmdur í
hálfs árs keppnisbann fyrir agabrot.
Hann höfðaði mál út af keppnisbann-
inu og vann það. En þá voru þeir
bræður búnir að fá nóg og hættir
keppni vegna þessa máls; aðeins 23
ára gamlir.
Ef þeir hefðu haldið áfram sem
tugþrautarmenn er hugsanlegt að þeir
hefðu báðir staðið á verðlaunapalli
á Ólympíuleikunum í Melbourne
árið 1956. Má með sanni segja að
taska Arnar hafi verið taska sem velti
þungum hlössum.
Ásmundur Bjarnason varð
fimmti í 200 metra hlaupi í Brussel og Guðmundur
Lárusson fjórði í 400 metra hlaupi. Guðmundur var nátt-
Afreksmenn
Íþróttataska Arnar ætti að
fara á Þjóðminjasafnið, hlað-
menn Flugfélags Íslands
gleymdu henni í Reykjavík
svo hann kom skólaus til
keppni í Brussel og skólaus
nær tugþrautamaður ekki
miklum árangri; hann er
eins og boltalaus knatt-
spyrnukappi.
Örn Clausen var í hópi þriggja bestu tugþrautar-
manna heims þrjú ár í röð; 14, 150 og 151.
Hann er eini Íslendingurinn sem hefur átt heims-
met í spretthlaupi. Hljóp ásamt þremur öðrum
heimsfrægum hlaupurum þúsund metra boð-
hlaup á heimsmeti sem stóð í tíu ár.
Tvíburabræðurnir Haukur og
Örn algerlega einstakir og ekki
vitað um neitt svipað fyrirbæri í
íþróttasögu heimsins.