Ský - 01.02.2008, Síða 55

Ský - 01.02.2008, Síða 55
1. tbl. 2008 | ský 55 og fann það ekki út fyrr en of seint að það var vegna rangs mataræðis og skorts á B-vítamíni af því að hann borðaði helst ekki brauð. Þá hafði hann ekki keppt í mörg ár og misst snerpu en gerði í lok ferilsins góða atlögu að 400 metra Íslandsmetinu. Norðurlandamet sem stóð í meira 20 ár Nú eru ótaldir fjórir gaselludrengir sem sköruðu fram úr eftir 1970. Þá komu til sögunnar þeir Vilmundur Vilhjálmsson og Bjarni Stefánsson sem sóttu hart að gömlu metunum og hrundu tveimur þeirra. Í aðdraganda Ólympíuleikanna í München 1972 kom Bjarni Stefáns­ son metinu í 400 metra hlaupi niður í 46,76 sekúndur. Í kjölfar hans kom Oddur Sigurð­sson sem konungur íslenskra spretthlaupara og ólympíufari og setti 1984 það met í 400 metra hlaupi sem enn stendur, 45,36. Það var jafnframt Norðurlandamet sem stóð í í meira en tuttugu ár! Síðastur í tímaröð íslensku gaselludrengjanna er síðan Jón Arnar Magnússon, sá magnaði og fjölhæfi íþrótta- maður sem var ekki aðeins í hópi tíu bestu tugþrautar- manna heims þegar best gekk, heldur einn allra besti sprett- hlaupari sem við höfum átt. Mér hefur í þessu spjalli mínu einkum orðið tíðrætt um hlaupara gullaldarinnar þótt afrekaskrár sýni og sanni hve góðir seinni tíma hlauparar hafi verið. Nýr Haukur Clausen: Sveinn Elías Elíasson Þegar rýnt er í þessar skrár sést líka að í uppsiglingu er afreksmaður sem minnir um margt á hinn 18 ára gamla Hauk Clausen þegar hann skákaði bestu spretthlaupurum Norðurlanda. Þetta er Sveinn Elí­as Elí­asson. Haukur hætti keppni 23 ára gamall en á okkar dögum geta spretthlauparar haldið snerpu sinni fram yfir þrítugt. Nafn Sveins Elí­as­ ar hljómar sem ómþýð tónlist í eyrum mínum, ekki aðeins vegna þeirra miklu vona sem má binda við gaselludreng næstu ára, heldur einnig vegna þess að fyrir tveimur árum varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fá skóna hans lánaða þegar ég brá á leik og tók 100 metra keppnissprett á Laug- ardalsvellinum eftir 40 ára keppnishlé. sky, Afreksmenn Brusselfarar 150 á leið til Kaupmannahafnar. Fræknasti hópur íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Oddur Sigurðsson setti 1984 met í 400 metra hlaupi sem enn stendur, 45,36. Það var jafnframt Norðurlandamet sem stóð í meira en tuttugu ár!

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.