Ský - 01.02.2008, Síða 60

Ský - 01.02.2008, Síða 60
0 ský | 1. tbl. 2008 KEA er sterkt félag en fæst nú við allt aðra hluti en áður, fyrrum stóð félagið í umsvifamiklum atvinnurekstri en nú er hér stunduð fjárfestingastarfsemi líkt og hjá öðrum fjárfestingafélögum,“ segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. „Starfsemin eins og hún birtist á liðinni öld á lítið skylt við það sem við fáumst við um þessar mundir.“ Halldór segir félagið hafa mikla burði til þátttöku í verkefnum af ýmsu tagi og menn séu ávallt að skima eftir nýjum spennandi tækifærum varðandi fjárfestingar. „Við horfum fyrst og fremst til þess að fjárfesta í arðsömum rekstri, okkar markmið er að ávaxta eignir félagsins og ráðstafa arði félagsins til áframhaldandi uppbyggingar þess og til samfélagsins sem félagið starfar í,“ segir Halldór en félagið á eignarhluti í fjölda fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar um land og hefur að auki teygt anga sína út fyrir landsteinana. „Til að uppfylla það markmið félagsins að ávaxta eignir þess getum við ekki einungis horft til nærsvæðisins, við verðum að líta út fyrir það, en vissulega eru rætur okkar hér og stór hluti núverandi fjárfestinga okkar er einnig hér á svæðinu.“ Úr atvinnurekstri - í fjárfestingar Saga KEA er löng, hún nær til ársins 1886 og er KEA eitt elsta fyrirtæki landsins. Atvinnu- og viðskiptalíf landsmanna gjörbreyttist á síðasta áratug liðinnar aldar og þær breytingar hittu KEA fyrir eins og önnur fyrirtæki. Nýjar áherslur voru lagðar á ýmsum sviðum og leitast við að laga fyrirtækið að þeim breytingum. Ráðist var í viðamikla fyrirtækjavæðingu einstakra rekstrarsviða félagsins en eftir aldamótin síðustu voru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagi og stefnu félagsins. Félag sem áður hafði með höndum umfangsmikinn og fjölbreyttan rekstur hefur nú þróast í að vera fjárfestingarfélag. Þegar mest var unnu um 1200 manns hjá KEA og félagið var eitt það stærsta á Íslandi. Í dag starfa fimm manns hjá KEA. „Fjárfestingar eru aðalstarfemi okkar nú,“ segir Halldór, „en félagið leggur líka metnað í að styðja við ýmis samfélagsleg verkefni hér á svæðinu og við finnum fyrir mikilli velvild íbúanna í okkar garð. Það er ekkert fyrirtæki á þessu svæði sem veitir jafnmiklum fjármunum til styrktar einstaklingum, menntastofnunum, félagasamtökum og verkefnum eins og KEA og ég er ákaflega stoltur af því.“ Fjölbreytt eignasafn - áhættudreifing KEA hefur yfir að ráða tæpum sex milljörðum króna í eigin fé, „sem er býsna mikið á mælikvarða okkar hér fyrir norðan og sem stendur er félagið lítið skuldsett,“ segir Halldór. Við skiptum áherslum í okkar starfsemi upp í fjóra flokka en þeir eru einkafjárfestingar (private equity), nýsköpunarfjárfestingar (venture), innviðafjárfestingar (infrastructure) og stöðutaka á verðbréfamörkuðum. Eignasafnið er fjölbreytt og það dreifir Texti: Margrét Þóra Þórsdóttir • Mynd: Kristján Kristjánsson Flestir hafa eflaust bragðað KEA-skyr og nartað í KEA-hangikjöt. Margir líka gist á KEA-Hóteli á Akureyri. En ekki er víst að allir átti sig á að KEA tengist ekki lengur á nokkurn hátt skyri, hangikjöti eða hóteli. Það er liðin tíð. Starfsemin hefur á liðnum árum tekið miklum breytingum og nú er KEA fyrst og fremst fjárfestingafélag. Fjárhagslega er það sterkt, eigið fé er tæpir 6 milljarðar króna. Markmið félagsins er að fjárfesta í áhugaverðum fyrirtækjum með hagnað að leiðarljósi, en arðurinn rennur síðan að stórum hluta til góðra málefna á félagssvæðinu. Hið „nýja“ KeA er fjárfestingafélag ... þar sem arðurinn rennur til eigendanna eftir ýmsum leiðum

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.