Ský - 01.02.2008, Side 62

Ský - 01.02.2008, Side 62
2 ský | 1. tbl. 2008 Haustið 1975 var tvisvar ráðist á Ford með aðeins sautján daga millibili, af tveimur lítt vopnfærum konum, án sjáanlegs samhengis. Í lok mars 1981 var skotið á Reagan. Samsærismaðurinn virtist fremja glæp- inn til að ganga í augun á leikkonunni Jodie Foster. Þrátt fyrir morðið á John F. Kennedy 1963 lögðu báðir þessir forsetar ríka áherslu á að láta ekki hræðsluna við samsæri og árás hindra þá í að hitta fólk. Hvorki þær Lynette Fromme og Sarah Jane Moore, sem veittust að Ford, né John Hinckley, sem skaut á Reagan, virðast hafa skotið á forsetana í stjórnmálalegum tilgangi. Það er enginn hörgull á geðbiluðu fólki sem laðast að frægu fólki og sjúklegur áhugi á því á sér ýmsar birtingarmyndir. Það sem byrjar sem léttur áhugi, eins og að safna myndum og öðru efni, getur þróast út í að fólk sé elt á röndum. Og maður þarf ekki að vera forseti Bandaríkjanna eða kvikmyndastjarna til að draga að sér athygli óheilbrigðra einstaklinga: það er varla til sú þula eða þulur eða veðurfréttamaður í Bretlandi og víðar sem ekki hefur verið ónáðaður af of áhugasömum aðdáendum. Nú orðið er lögreglan á verði gegn slíkum áhuga. Forsetinn sem var aldrei kosinn Ferill repúblikanans Fords var sérstakur að því leyti að hann varð varaforseti í október 1973 þegar Spiro Agnew neyddist til að segja af sér vegna mútu- og spillingarmála. Ford var farsæll þingmaður, valinn af Nixon sem arftaki Agnews. Richard Nixon hafði verið kosinn forseti 1968 og endurkjörinn 1972. Nixon neyddist til að segja af sér í ágúst 1974 sem forseti vegna Watergatemálsins og Ford tók þá við. Hann var síðan forsetaefni í kosningum 1977, sigraði þar Ronald Reagan, en tapaði kosningum fyrir demókratanum Jimmy Carter. Ford var því í þeirri sögulegu aðstöðu að hafa gegnt forsetaembættinu án þess að hafa verið kosinn til þess. Á unglingsárunum voru íþróttir aðaláhugamál Fords eins og er svo algengt um Bandaríkjamenn og hann mátti varla vera að því að taka lögfræðipróf frá Yale vegna íþróttanna. Þetta var á árunum fyrir stríðið og Ford var einn þeirra sem álitu að Bandaríkin ættu ekki að blanda sér í átökin í Evrópu. Árás Japana á Pearl Harbor í desember 1941 snarbreytti afstöðu hans eins og fleiri landa hans. Hann gekk í herinn, kom heim skreyttur heiðursmerkum og hafði nú skipt um skoðun á stöðu Bandaríkjanna í heiminum: þau áttu að beita sér. Þar með taldist hann til svokallaðra „alþjóðasinna“ í þeirri tvískiptingu sem lengi hefur einkennt afstöðu Bandaríkjanna til umheimsins um hvort þau eigi að beita sér á alþjóðavettvangi eða ekki. Forsetar í skotlínunni Morðtilræði við stjórnmálamenn Texti: Sigrún Davíðsdóttir • Myndir: Ýmsir Bandaríkjaforsetarnir tveir, þeir Ronald Wilson Reagan (1911-2004) og Gerald Rudolph Ford (1913-2006), urðu báðir fyrir árásum geðtruflaðs fólks.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.