Ský - 01.02.2008, Qupperneq 62

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 62
2 ský | 1. tbl. 2008 Haustið 1975 var tvisvar ráðist á Ford með aðeins sautján daga millibili, af tveimur lítt vopnfærum konum, án sjáanlegs samhengis. Í lok mars 1981 var skotið á Reagan. Samsærismaðurinn virtist fremja glæp- inn til að ganga í augun á leikkonunni Jodie Foster. Þrátt fyrir morðið á John F. Kennedy 1963 lögðu báðir þessir forsetar ríka áherslu á að láta ekki hræðsluna við samsæri og árás hindra þá í að hitta fólk. Hvorki þær Lynette Fromme og Sarah Jane Moore, sem veittust að Ford, né John Hinckley, sem skaut á Reagan, virðast hafa skotið á forsetana í stjórnmálalegum tilgangi. Það er enginn hörgull á geðbiluðu fólki sem laðast að frægu fólki og sjúklegur áhugi á því á sér ýmsar birtingarmyndir. Það sem byrjar sem léttur áhugi, eins og að safna myndum og öðru efni, getur þróast út í að fólk sé elt á röndum. Og maður þarf ekki að vera forseti Bandaríkjanna eða kvikmyndastjarna til að draga að sér athygli óheilbrigðra einstaklinga: það er varla til sú þula eða þulur eða veðurfréttamaður í Bretlandi og víðar sem ekki hefur verið ónáðaður af of áhugasömum aðdáendum. Nú orðið er lögreglan á verði gegn slíkum áhuga. Forsetinn sem var aldrei kosinn Ferill repúblikanans Fords var sérstakur að því leyti að hann varð varaforseti í október 1973 þegar Spiro Agnew neyddist til að segja af sér vegna mútu- og spillingarmála. Ford var farsæll þingmaður, valinn af Nixon sem arftaki Agnews. Richard Nixon hafði verið kosinn forseti 1968 og endurkjörinn 1972. Nixon neyddist til að segja af sér í ágúst 1974 sem forseti vegna Watergatemálsins og Ford tók þá við. Hann var síðan forsetaefni í kosningum 1977, sigraði þar Ronald Reagan, en tapaði kosningum fyrir demókratanum Jimmy Carter. Ford var því í þeirri sögulegu aðstöðu að hafa gegnt forsetaembættinu án þess að hafa verið kosinn til þess. Á unglingsárunum voru íþróttir aðaláhugamál Fords eins og er svo algengt um Bandaríkjamenn og hann mátti varla vera að því að taka lögfræðipróf frá Yale vegna íþróttanna. Þetta var á árunum fyrir stríðið og Ford var einn þeirra sem álitu að Bandaríkin ættu ekki að blanda sér í átökin í Evrópu. Árás Japana á Pearl Harbor í desember 1941 snarbreytti afstöðu hans eins og fleiri landa hans. Hann gekk í herinn, kom heim skreyttur heiðursmerkum og hafði nú skipt um skoðun á stöðu Bandaríkjanna í heiminum: þau áttu að beita sér. Þar með taldist hann til svokallaðra „alþjóðasinna“ í þeirri tvískiptingu sem lengi hefur einkennt afstöðu Bandaríkjanna til umheimsins um hvort þau eigi að beita sér á alþjóðavettvangi eða ekki. Forsetar í skotlínunni Morðtilræði við stjórnmálamenn Texti: Sigrún Davíðsdóttir • Myndir: Ýmsir Bandaríkjaforsetarnir tveir, þeir Ronald Wilson Reagan (1911-2004) og Gerald Rudolph Ford (1913-2006), urðu báðir fyrir árásum geðtruflaðs fólks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.