Ský - 01.02.2008, Síða 64
4 ský | 1. tbl. 2008
og konu hans Sharon Tate sem var komin að því að eiga barn.
Polanski var að heiman en hópurinn myrti Tate og fjóra aðra.
Eina tengingin virðist vera sú að Manson hafði áður komið í húsið
þegar það var leigt öðru fólki.
Daginn eftir var látið til skara skríða gegn forstjóra kjörbúðar
og konu hans. Sem fyrr virðist val fórnarlambanna hafa verið
tilviljun. Manson hafði komið í húsið við hliðina.
Fromme var ekki í hópi þeirra sem Manson sendi til morðanna.
Hún var þó yfirheyrð en var ekki samvinnuþýð og var ein í hópi
fleiri ungmenna, einkum stúlkna, sem stöðugt héldu fram sakleysi
Mansons. Hópurinn mætti við réttarhöldin, klæddist kuflum
og markaði krossa og sólkross á enni sér líkt og Manson gerði
sjálfur.
Næstu árin hélt Fromme hópinn með öðrum Manson-
áhangendum. Hjón sem slógust í hópinn fundust látin með dags
millibili en það mál virðist ekki hafa verið upplýst. Að morgni 5.
september 1975 kom hún, klædd í rauðan kyrtil og með byssu
innan klæða, í garð í Sacramento í Kaliforníu þar sem hún bjó.
Ford forseti kom þar sama dag og Fromme sagði síðar að hún
hefði ætlað að reyna að ná tali af forsetanum til að ræða friðun
trjáa.
Í staðinn dró hún upp byssu sem hún beindi að forsetanum
en áður en hún náði að skjóta var byssan slegin úr hendi hennar.
Hún hrópaði að hún hefði ekki skotið, byssan var ekki stillt til
að skjóta og tilgangurinn allur óljós. Fromme neitaði að vinna
með verjendum sínum og var dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún hefur
ekki nýtt sér rétt sem hún hefur átt síðan 1985 til að fá mál sitt
tekið upp. Hún flúði úr fangelsinu 1987, ætlaði að leita Manson
uppi því hún hafði heyrt að hann væri veikur en það tókst ekki
og hún var tekin föst eftir tvo daga. Fromme dvelur nú á lokaðri
sjúkrastofnun. Manson situr enn í fangelsi og mál hans má ekki
taka upp fyrr en 2012.
Annar „byltingarsinni“
Sarah Jane Moore (1930) var hjúkrunarkona og endurskoðandi
og hafði átt fimm menn þegar hún upptendraðist af byltingar-
hugmyndum undir fertugt. Það var sagan af Patty Hearst,
milljónaerfingjanum sem sjálfskipaður „frelsisher“ hafði rænt 19
ára gamalli í febrúar 1974 til að krefjast lausnargjalds fyrir. Hearst
varð fræg fyrir að ganga til liðs við ræningjana – klassískt dæmi
um hvernig gíslar geta samsamað sig ræningjum sínum. Myndin
af henni í herbúningi með vélbyssu er ein af frægustu myndum
áttunda áratugarins.
Til að mæta kröfum ræninganna stóð faðir Patty fyrir matar-
gjöfum til fátækra í Kaliforníu og Moore starfaði á vegum
samtakanna sem dreifðu matnum. Moore var þó líka tengd FBI
sem hafði kannað að henni væri treystandi. Skömmu fyrir tilræðið
við Ford hafði hún verið tekin með ólöglega byssu sem var gerð
upptæk en ekkert frekar aðhafst.
Moore kom að Ford utan við St. Francis hótelið í San Francisco.
Maður sem sá hana draga upp byssuna sló til hennar, skot hljóp
úr byssunni og særði vegfaranda en kom ekki nálægt forsetanum.
Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi en var látin laus um síðustu
áramót. Hún hefur iðrast opinberlega og sagt að byltingarórar hafi
villt um fyrir sér.
Leikarinn sem varð forseti
Repúblikaninn Reagan var forseti Bandaríkjanna á árunum 1981-
1989 og hluti af arfleifð hans, fyrir utan efnahagsbreytingar, er
endalok kalda stríðsins. Fundur Reagans og Gorbatsjovs, forseta
Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík í október 1986 var liður í því
ferli. Reagan lét af embætti í janúar 1989 en um haustið sama ár
hrundi Berlínarmúrinn.
Reagan var af millistéttarfólki kominn og æska hans markaðist
af trú og frjálslyndri afstöðu til blökkumanna sem var ekki
algengt á þeim tíma. Móðir hans var glaðlynd og bjartsýn, en þeir
eðlisþættir þóttu síðar einkenna soninn. Hann tók háskólapróf í
hagfræði og félagsfræði en leiðin lá í skemmtanaiðnaðinn.
Sarah Moore, miðaldra kona með
morðhugmyndir.
Manson aðdáandinn Lynette Fromme leidd
á brott.
Morðtilræði