Ský - 01.02.2008, Síða 65

Ský - 01.02.2008, Síða 65
1. tbl. 2008 | ský 5 Eftir herþjónustu í seinni heimsstyrjöld, sem hann gegndi heima fyrir vegna sjóndepru, hellti hann sér út í verkalýðsmál leikara. Hann var kvæntur leikkonunni Jane Wyman í átta ár en hjónabandinu lauk meðal annars vegna stjórnmálaáhuga hans. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið tvíkvæntur; Reagan giftist svo annarri leikkonu, Nancy Davis. Stjórnmálaferilinn hóf Reagan í Demókrataflokknum en eftir kjör Johns F. Kennedys gekk hann í Repúblikanaflokkinn. Flokksskiptin skýrði hann þannig að hann hefði ekki yfirgefið flokkinn heldur flokkurinn hann – gott dæmi um orðheppni Reagans. Hann varð ríkisstjóri í Kaliforníu 1967-1975 en forsetaembættið kom fljótt í hug hans. Hann var frambjóðandi í prófkjörum 1968 og 1976 en það var ekki fyrr en 1980 sem hann náði útnefningu sem frambjóðandi flokksins og sigraði Jimmy Carter, þáverandi forseta. Stjörnuruglaður morðingi John Hinckley (1955) var sonur efnaðra foreldra en fékk fljótt á sig auðnuleysisbrag, flosnaði upp úr námi og reyndi síðan árangurslaust að komast áfram sem tónlistarmaður í San Francisco. Hann var upp á fjölskylduna kominn, bjó ýmist heima eða að heiman, meðal annars í Hollywood. Þar fékk hann slíkt dálæti á kvikmyndinni Taxi Driver og virðist hafa samsamað sig lögreglumanninum í myndinni sem ákvað að bjarga tólf ára vændiskonu sem leikin var af Jodie Foster. Þetta þróaðist út í óheilbrigðan áhuga á Foster sem hann hafði samband við, hringdi í og skrifaði. Hún var við nám í Yale sem Hinckley reyndi líka að stunda en hún kærði ágengni hans til skólayfirvalda. Hann fór þá að ímynda sér að hann yrði henni samboðinn ef hann gerði eitthvað stórbrotið, hugleiddi að ræna flugvél og elti um árabil Jimmy Carter forseta á röndum. Í lok mars 1981 fór Hinckley til Washington og fylgdist með dagskrá forsetans. Þegar Reagan var að koma af fundi á Hilton-hótelinu 31. mars var Hinckley í þrönginni fyrir utan, steig fram og náði að skjóta sex skotum áður en hann var afvopnaður. Þrír menn særðust áður en síðasta kúlan hrökk af bíl og í forsetann sem tók ekki eftir að hann hefði særst fyrr en hann hóstaði upp blóði í bílnum. Kúlann hafði farið í lungun. Af dæmigerðum reagönskum galsa sagði Reagan við skurðlækninn að hann vonaðist til að hann væri repúblikani og fékk það svar að í dag væru þeir allir repúblikanar. Reagan slapp með skrekkinn en James Brady, sem var blaðafulltrúi forsetans, hefur verið í hjólastól síðan og beitt sér fyrir takmörkun byssuleyfa. Öll árásin var fest á filmu, meðal annars af CNN sem var nýtekin til starfa. Það fyrsta sem Hinckley spurði lögregluþjónana var hvort árásin yrði sýnd í sjónvarpinu. Í fórum hans fannst bréf til Foster þar sem hann sagðist vonast til að henni þætti mikið til um gerðir hans. Hinckley var dæmur ósakhæfur vegna geðbilunar sem var umdeild niðurstaða. Hann hefur verið á hælum síðan en fengið að heimsækja fjölskyldu sína síðari árin. Hvort áhugi hans á Foster hefur dvínað er óljóst, en hann hefur verið staðinn að því að safna efni um hana. Ef John Hinckley hefði tekist ætlunarverk sitt hefði heimurinn farið á mis við heitið Reaganomics, þótt vísast hefðu breytingarnar sem kenndar eru við Ronald Reagan orðið, Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta farið inn á braut einkavæðingar og þær kenningar smátt og smátt orðið jafnviðurkenndar og raun ber vitni. Reagan greindist með Alzheimer-sjúkdóminn 1994 og skrifaði mikið og fjallaði um þennan sjúkdóm sem markaði síðustu æviár hans. Hann lést 2004 og þykir hafa verið einn af áhrifamestu Bandaríkjaforsetum síðustu aldar. sky, John Hinckley. Morðtilræði Mikil ringulreið skapaðist þegar John Hinckley reyndi að ráða Ronad Reagan af dögum árið 11.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.