Ský - 01.02.2008, Side 66

Ský - 01.02.2008, Side 66
 ský | 1. tbl. 2008 Sjóbleikjuveiði á Grænlandi er eflaust ein skemmtilegasta veiði sem hægt er að komast í um þessar mundir. Verðið spillir heldur ekki fyrir því það er alls ekki dýrt að skreppa til Grænlands í veiði miðað við verð á veiðileyfum hér á landi. Flogið er með Flugfélagi Íslands til Nuuk en þar taka reyndir leiðsögumenn við veiðimannahópunum. Hægt er að velja um ferðir þar sem gist er úti í óbyggðum í rúmgóðum og fallegum veiðikofum í eigu heimamanna eða þá að gist er á hóteli í Nuuk þar sem öll nútímaþægindi eru við höndina. Einnig er hægt að gista í tjöldum. Nuuk-fjörðurinn er gríðarstór en í honum eru fjölmargir innfirðir og eru því veiðimöguleikarnir nánast ótæmandi. Heimamenn leiða veiðimenn á bestu veiðislóðirnar en þangað er nánast undantekningarlaust farið á bátum og tekur siglingin allt frá klukkutíma upp í tvo tíma. Í nágrenni Nuuk er nánast eingöngu veitt í ám sem koma svo sannarlega á óvart. Þær eru allar frekar stuttar, 4-6 ÓGLEYMANLEGt VEIðIæVINtýRI VEIðIFERð á GRæNLANDI: Grænlensku firðirnir eru einstaklega stórbrotnir og náttúran ægifögur. Siglt er á góðum bátum frá Nuuk til að komast á veiðislóð og er það ógleymanleg lífsreynsla. Texti og myndir: Bjarni Brynjólfsson Fallegur bleikjuhængur sem búinn var að taka riðbúning enda komið fram á haust. Megnið af bleikjunni sem veiddist var þó nýgengið þótt komið væri fram í september. Veiðiferð

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.