Ský - 01.02.2008, Page 68
ský | 1. tbl. 2008
í selkóp sem væri á eftir bleikjutorfunum. Við vorum jú einu
sinni á Grænlandi og maður vissi ekki alveg við hverju átti
að búast. Um leið og þessi hugsun stakk sér niður í huga mér
stökk þessi fallegi boltafiskur og ég nánast tapaði mér af gleði.
Veiðigyðjan var með mér þennan dag og reyndar alla dagana
sem veitt var á Grænlandi. Hins vegar fengum við ekki fleiri
slíkar breddur á færin þótt margar væru feiknavænar, allt upp
í fimm pund. Veiðifélagar mínir settu hins vegar í fiska sem
slitu taumana eins og tvinna og víða sáum við stóra fiska í
tærum ánum.
Þegar veitt er á Grænlandi kemur náttúran sífellt á
óvart. Hún er svo tær og ómenguð, fjallasýnin stórkostleg.
Náttúrufegurðin í grænlensku fjörðunum er engu lík. Þarna í
fjarðarbotnunum eru engin vélknúin farartæki og veiðimenn
ferðast um á tveimur jafnfljótum við árnar. Oftast er nokkur
göngutúr upp að veiðistöðunum, sérstaklega þegar líða tekur
á veiðitímann því þá er bleikjan ofar í ánum. Á göngutíma
bleikjunnar, sem er frá miðjum júní fram í ágústlok, er hún
yfirleitt neðar að sögn heimamanna. Það kom hins vegar á
óvart að megnið af bleikjunni sem við veiddum var nýgengin
en við vorum á Grænlandi í septemberbyrjun.
Í flestum fjörðunum eru sumarhús og veiðikofar í eigu
Grænlendinga. Ekki er greitt fyrir veiðileyfi í ánum, aðeins
Grænlendingar eru miklir veiðimenn. Í nágrenni Nuuk er
enginn kvóti á hreindýrum og mega veiðimenn skjóta eins
mörg og þeir geta komið til byggða. Engin vélknúin farartæki
eru leyfð í fjörðunum og því þurfa veiðimenn að bera
skrokkana niður í fjöru sjálfir. Þetta hreindýr lá nýskotið á
steini en veiðimaðurinn hafði gengið með það á bakinu í um
tvo tíma.
Hægt er að kaupa gistingu í þessum smekklegu veiðikofum í þessum fallega fjarðarbotni. Tvær frábærar silungsveiðiár eru í
göngufæri við gistinguna.
Veiðiferð