Ský - 01.02.2008, Qupperneq 68

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 68
 ský | 1. tbl. 2008 í selkóp sem væri á eftir bleikjutorfunum. Við vorum jú einu sinni á Grænlandi og maður vissi ekki alveg við hverju átti að búast. Um leið og þessi hugsun stakk sér niður í huga mér stökk þessi fallegi boltafiskur og ég nánast tapaði mér af gleði. Veiðigyðjan var með mér þennan dag og reyndar alla dagana sem veitt var á Grænlandi. Hins vegar fengum við ekki fleiri slíkar breddur á færin þótt margar væru feiknavænar, allt upp í fimm pund. Veiðifélagar mínir settu hins vegar í fiska sem slitu taumana eins og tvinna og víða sáum við stóra fiska í tærum ánum. Þegar veitt er á Grænlandi kemur náttúran sífellt á óvart. Hún er svo tær og ómenguð, fjallasýnin stórkostleg. Náttúrufegurðin í grænlensku fjörðunum er engu lík. Þarna í fjarðarbotnunum eru engin vélknúin farartæki og veiðimenn ferðast um á tveimur jafnfljótum við árnar. Oftast er nokkur göngutúr upp að veiðistöðunum, sérstaklega þegar líða tekur á veiðitímann því þá er bleikjan ofar í ánum. Á göngutíma bleikjunnar, sem er frá miðjum júní fram í ágústlok, er hún yfirleitt neðar að sögn heimamanna. Það kom hins vegar á óvart að megnið af bleikjunni sem við veiddum var nýgengin en við vorum á Grænlandi í septemberbyrjun. Í flestum fjörðunum eru sumarhús og veiðikofar í eigu Grænlendinga. Ekki er greitt fyrir veiðileyfi í ánum, aðeins Grænlendingar eru miklir veiðimenn. Í nágrenni Nuuk er enginn kvóti á hreindýrum og mega veiðimenn skjóta eins mörg og þeir geta komið til byggða. Engin vélknúin farartæki eru leyfð í fjörðunum og því þurfa veiðimenn að bera skrokkana niður í fjöru sjálfir. Þetta hreindýr lá nýskotið á steini en veiðimaðurinn hafði gengið með það á bakinu í um tvo tíma. Hægt er að kaupa gistingu í þessum smekklegu veiðikofum í þessum fallega fjarðarbotni. Tvær frábærar silungsveiðiár eru í göngufæri við gistinguna. Veiðiferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.