Ský - 01.02.2008, Qupperneq 70

Ský - 01.02.2008, Qupperneq 70
Will Smith er margt til lista lagt og hefur náð langt bæði í tónlist og á hvíta tjaldinu. Hann er í dag ein stærsta og vinsælasta kvikmyndastjarna heims, en lætur frægðina ekki vefjast fyrir sér, er mörgum til fyrirmyndar hvað varðar líferni og kann best við sig heima hjá eiginkonu og börnum. Hann segir fjölskylduna vera það dýrmætasta sem hann á. Það er ekki margt í lífi Smiths sem bendir til þess að ungur að árum hafi hann verið í fremstu röð rappara, þar sem fjölskyldulíf er ekki hátt metið. Frá upphafsárum hans í rappinu hefur ferill hans, fyrst í sjónvarpi, aftur í tónlist og síðan í kvikmyndum verið sigurganga, sem náði hæstu hæðum í nýjustu kvikmynd hans, I Am a Legend. Þar er hann nánast einn á ferð í New York framtíðarinnar, þegar vírus hefur eytt mestöllu lífi á jörðinni. Fór Smith létt með að halda áhorfendum við efnið en satt best að segja missti myndin nokkuð af styrkleika sínum þegar aðrar persónur birtust í lokin. Will Smith er jafnvígur á öll hlutverk. Hann heldur uppi kvikmynd hvort sem um rómantíska gamanmynd er að ræða (Hitch), fjölskyldumynd (Pursuit of Happyness) eða vísindaskáldsögu (I Robot). Leikur hans er áreynslulaus og í framtíðinni eigum við örugglega eftir að sjá hann í stórum dramatískum hlutverkum, en ekki hefur verið mikið um slíkt á ferli hans. Þau sem næst komast dramatíkinni eru hlutverk Muhameds Ali í Ali (2001) og í kvikmynd Roberts Redford, The Legend of Bagger Vance, (2000). Að langmestu leyti hefur hann leikið í rándýrum hasarmyndum, sem allar hafa fengið mikla aðsókn, má þar nefna Independence Day, Bad Boys, I og II, Men in Black, I og II, Enemy of the State, I Robot, I am Legend og Wild, Wild West, en Smith hefur sagt að aldrei hafi hann séð eins mikið eftir að hafa leikið í kvikmynd eins og þeirri mynd: „Þegar Wild Wild West fór í efsta sæti vinsældalistans, tók inn 52 milljónir dollara fyrstu helgina, dauðskammaðist ég mín, ég vissi sem var að myndin var mjög léleg.“ Rapparinn sem sló í gegn í sjónvarpi og kvikmyndum: Will Smith Texti: Hilmar Karlsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.