Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 9
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Verðiir áríð 1948 eitt merkasta ár í sögu Islands? i. Öllum þeim, sem fást við að revna að lesa úr spámælingum Pýramidans mikla á Egj'ptalandi, kemur saman urn það, að árið 1948 verði eitthvert merkilegasta og við- burðaríkasta ár mannkynssögunnar. Þetta ár svarar mjög til ársins 1941. Það ár var merki- legt, en í heimsstjórnmálunum voru þar tveir atburðir merkastir. Annar var sá, að þá dró til stvrjaldar milli „hinna fyrri sam- herja“, Þjóðverja og Rússa, en hinn sá, að fullnaðar samkomulag kornst þá á rnilli Breta og Bandaríkjamanna urn þátttöku hinna síðamefndu í ófriðnum, og leiddi þátttaka Bandaríkjanna að lokum til fullnaðarsigurs í styrjöldinni við Þjóðverja. — Á þessa at- burði alla verður nánar minnzt í annarri grein í næsta hefti Dagrenningar. En á árinu 1941 gerðist og merkilegur at- burður-í íslands sögu. Á því ári var það, sem hin raunverulegu slit fóru fram milli íslands og Danmerkur. Það var á því ári, sem íslendingar kusu sér hinn fyrsta inn- lenda ríkisstjóra, fyrsta innlenda þjóðhöfð- ingjann, sem þeir höfðu sjálfir valið. Það er því nokkur ástæða til þess fyrir íslendinga að veita þessu ári — 1948 — sérstaka athygli. II. í hinni miklu bók Adams Rutherfords, „Israel-Britain", sem út kom fyrst 1934, en síðan í fyllri og endurbættri útgáfu árið 1939, er allmikill kafli um ísland, sem heitir „The Special Call to Iceland" (Hin sérstaka köll- un íslands). Mestur hluti þessarar greinar er til á íslenzku í bók Rutherfords: „Hin mikla arfleifð íslands". Þó vantar þar í merkilegan kafla, sem sérstaklega snertir árin 1941-— 1948, og verður sá kafli nú birtur hér, því að hann er bezt korninn meðal hugleiðinga um árið 1948. En áður er rétt að rifja það upp, að samkvæmt kenningum Rutherfords eru íslendingar Benjamíns-ættkvísl ísraels og er saga vor skýrð í því ljósi. Samkvæmt því er „útlegðartími“ þessarar ættkvíslar, eins og annarra ættkvísla ísraels, 2520 ár eða „sjö tíðir“. Samkvæmt sögu ísraels, bæði í Biblí- unni og sagnfræðibókum Gyðinga er aug- ljóst, að hnignunar- og upplausnartímabil Júda- og Benjamíns-ættkvísla hófst árið 603 f. Kr., er Nebúkadnesar Babyloníukonungur herjaði á Palestínu og undirokunin var full- komnuð 23—24 árum síðar, er ættkvíslir þessar höfðu verið fluttar alveg til Babýlon- ar, en það var árið 580 f. Kr. Ef vér reikn- um nú 2520 ár, eða „sjö tíðir“, frá 603 f. Kr., komum vér að árinu 1918 e. Kr. (603 + 1918 -y 1 = 2520). Nákvæmlega sama verður uppi á teningn- um, ef vér tökum lokaártal hnignunartíma- bilsins, árið 580 f. Kr., og reiknum út á sama hátt. (580 + 1941 -h1 = 2520). Þessi ártöl, sem þannig koma út, eru hvorki meira né minna en tvö merkilegustu árin í endur- DAGRENN I NG 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.