Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 40
rætast. Vér skulunr ekki gera oss blind eins og leðurblökur, með því að loka augum vor- um fyrir því, hve ríki steinsins í spádóm- inum er undursamlega líkt engil-saxnesku ríkjasamtökunum. * Oss hefir verið sagt, að „steinninn, senr losnaði án þess að nrannshönd snerti hann“, tákni D.rottinn Jesúnr. Ég heyrði það prédik- að í nrörg ár, en sá steinn getur ekki táknað Drottinn, því að ráðning Biblíunnar sjálfrar . nrælir gegn því. Ráðningin fjallar einvörð- ungu unr ríki. Allt eru það ríki — Babylon, Persía, Grikkjaveldi, Rómaveldi. Og eitt enn. Það getur ekki verið kiikjan, vegna þess, að steinninn berst við ríki heiðingjanna. Kirkj- an berst ekki. Jú, ég veit. að kirkjurnar berj- ast. Vér vorunr vanir að segja, að kórinn væri herdeild kirkjunnar, — en hún berst ekki nreð fallbyssunr, skriðdrekunr og her- nrönnunr. Ekki gat steinninn verið Jesús einn, því að sjálfur nrinnist hann á stein þennan. (Matth. 21., 42—45.)'Hann var þá að tala til Gyðinga. Hann mælti: „Hafið þér aldrei lesið í Ritningunum um steininn, sem smiðirnir höfðnuðu, sá sami er nú orðinn höfuð hvrningarinnar. Þetta eru Drottins verk og eru undursamíeg í vor- unr augum. Fyrir því segi ég yður, að Guðs- ríkið skal frá yður tekið verða og gefið þeirri þjóð, sem ber ávöxtu þess; og sérhver sá, er fellur á stein þennan, skal sundurmolast, og sérhvern þann, er hann fellur yfir, skal hann í duft mala.“ Þannig tengir Jesú steininn við ríkið. — Minnist Jress, að áheyrendurnir þekktu ekki annað konungsríki en ísrael, og Drottinn vor hafði ekkert annað ríki í huga. Jesú vildi ekki sagt hafa: „sérhver sá, er fellur á mig, skal sundurmolast“. Það væri flónskulegt. Það er mjög greinilegt, við hvað Drottinn átti. Sýn vor hefir verið deyfð að erfða- venjum rnanna. Steinninn, sem hann talaði um, var steinn í mannvirki, „steinninn, sem smiðirnii höfnuðu“. Sá sarni steinn er orð- inn höfuð hyrningarsteinn mannvirkisins. Það er bæði talað um hyrningarsteininn og mannvirkið. — Ekki um annað án hins. í venjulegum húsum eru margir hyrning- arsteinar, en þar er ekki hægt að segja að einn steinninn sé aðalhyrningarsteinninn eða höfuð hyrningarinnar. En í mannvirki. sem er eins og pýramidi að lögun, er efsti steinninn, eða tindsteinninn, bæði höfuðið og lokasteinn mannvirkisins alls. Jesú var að ræða urn pýramida, sem byggður væri úr þjóðum. Ef yður langar til þess að sjá ríki steins- ins, konung þess og þá, sem ríkið mynda, þá þurfið þér ekki annars við en líta á pýra- midann, sem er öðru meginn á amerískum dollaraseðli. Efst á pýramidanum getur að líta stein — höfuðstein með alsjáandi auga. Hann táknar Jesú. Hinn hluti pýramidans táknar oss sjálf. Ríki steinsins er ísrael og Jesú konungur- inn. Steinpýramidinn mikli með ógrynni steinanna er tákn jarðnesks ríkis. Tákn engil- saxnesku þjóðanna nú á dögum. Já, steinn- inn er tákn ríkis — og þér getið ekki skilið Bibliuna, eí þér skiljið ekki að þessi sami steinn er til nú á vorum dögum. Steinninn, sem losnaði án þess að mannshönd snerti hann, er hið raunverulega konungsríki. Er þar ekki ein sönnunin enn fyrir Jrví, að þessu sé þannig farið, er vér verðum þcss vísari, að jarðfræðingar álíta, að brezku eyj- arnar hafi losnað frá meginlandi Evrópu? Guð losaði þær „án þess að mannshönd snerti þær“, og skildi þær frá Evrópu með Ermarsundi. Sævardýpið umhverfis evjarnar vex skyndilega úr 14 föðmum upp í eitt og tvö þúsund faðrna. Þær eru því fjöll, sem sköpuð eru af hinum eina, sem skapar alla hluti samkvæmt allsráðandi' vilja sínum. Tuttugu og fimm mílna breiður sær skilur 34 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.