Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 30

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 30
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Príinsessan af Júda. ý nóvembermánuði síðastl. voru Elísabet ríkisarfi Bretaveldis og frændi hennar, Philip Mountbatten, gefin saman í West- minster Abbey í London. Fáir dagar munu hafa sýnt það ljósar en giftingardagur prins- essunnar, hversu geysimikil ítök konungs- fjölskyldan brezka á í hugum allrar brezku þjóðarinnar, bæði heima í Bretlandi sjálfu og í samveldislöndum þess. Það kom og mjög greinilega í Ijós við þessa giftingar- athöfn, að Bandaríkjamenn eru alls ekki ósnortnir af hinum brezku erfðavenjum í sambandi við konungsættina brezku. Þetta brúðkaup var þó merkilegast fyrir það, að varla mun nokkurt konunglegt brúðkaup í Bretlandi hafa fyrr verið haldið með jafn lítilli þátttöku annarra konungsætta. Varð þar augljóst, að nú er svo komið, að nálega öll „konungsríki" veraldarinnar eru liðin undir lok, nema konungsríki hinna norrænu og engilsaxnesku þjóða. Þau ein standa nú í dag stvrkari fótum en nokkru sinni fyrr í sögu þessara þjóða. — Konungbornir þjóð- liöfðingjar þeir, sem sátu brúðkaup Elísa- betar prinsessu, voru þessir: Friðrik IX. Danakonungur, I-Iákon VII. Noregskonungur, Gústaf Svíaprins, Bernhard, maður Hollandsprinsessu, og Mikael Rúmeníukonungur. Er þá upp talið. Grikkjakonungur var veik- ur og gat ekki sótt brúðkaupið. Fáum dögurn eftir brúðkaupið gerðist sá atburður, að einn þessara konunga, Mikael Rúmeníukonungur, varð að leggja niður völd Elísábet TÍkisaiti Bretaveldis og maður hennar, Philip Moimtbatten. eftir skipun ráðstjórnarinnar í Moskvu, og flýja land sitt. Hann er nú ekki lengur í kon- unga tölu. Með lionunr hvarf af sjónarsviðinu síðasti raunverulegi konungurinn í Evrópu utan „landa ísraels“. Nokkrir „konungar" eru enn eftir í löndurn Múhameðstrúarmanna, að ógleymdum Abessiníukeisara. Japankeis- ari er fangi. í Ijósi þessa eru næsta athyglisverð niður- lagsorðin í spádómsbók Haggai, en þar segir: „Ég kollvarpa veldisstólum konungsríkjanna og eyðilegg vald liinna heiðnu þjóða.“ * Nú er þá svo kornið í heiminum, að flest öll hin „heiðnu konungsríki“, þ. e. ríki ann- DAGRENN ING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.