Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 37

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 37
sér að einmitt Wittenberg hafi verið ná- tengd nafni Vitta og Wittenberg hafi upp- haflega e. t. v. heitið „borg Vitta“. Allt eru þetta auðvitað tilgátur, en hin fornu um- rnæli og þjóðsögur um þessi efni styðja þær vel. Vitta var „faðir Heingests", segir Snorri. Hér er talað um þennan Heingest eins og persónu, sem allir hljóti að þekkja. Það hlýt- ur því að vera sá Heingestur, sem Bretar kalla Hengist og var fyrirliði innrásar Saxa í Bretland árið 449 e. Kr. Má vafalaust telja að hér sé átt við hann og tírnans vegna gæti það'vel verið. Sanrkvæmt því, sem nú hefir sagt verið, rná telja, að ættrakning sú, sem sýnd er á myndinni og snertir forfeður Philips Mount- battens, sé ekki fjarri lagi. Óðinn var af ætt ísraels, líklega fyrirliði fyrir hluta af Asers-ættkvísl, þótt hann sjálf- ur væri e. t. v. af Júda-ættkvísl. Það er vitað,. að hinar ýmsu ættkvíslir ísraels sóttu það fast að fá til konungs yfir sig menn af Júda- ættkvísl, því að hún var, samkvæmt arfsögn- um þcirra og lögum, „konungsættkvísl“ Ísraelsríkis og átti það þá auðvitað alveg sérstaklega við um ætt Davíðs, — en annars þá, er nákomnastir hehni voru, hliðargrein- ar hennar ýmsar. — Þessi siður hefir haldizt allt til þessa dags með hinum engilsaxnesku, norrænu og vestur-þýzku konungsríkjum og furstadæmum, og er raunar enn ein sönn- unin fyrir hinu forna sanrbandi milli ísraels og þessara þjóða. Allar þessar konungsættir hafa ljón á einhvern hátt í skjaldarmerki sínu, en ljónið er einmitt hið sérstaka rnerki Júda-ættkvíslarinnar og Júda-konunganna. # Elísabet ríkisarfi Bretaveldis er, samkvæmt þeirn gögnurn, sem hér hafa verið rakin, prinsessa af Júda-ættkvísl, og maður hennar er einnig af sömu ættkvíslinni. Þykir þetta merkilegt nú, þegar segja má að hver dagur- inn af öðrurn færi nýjar sönnur á, að hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir og frænd- þjóðir þeirra séu hið forna „ísraels-hús“, sem á nú á næstunni að sameinast i eina órjúf- anlega heild til blessunar fyrir allt mannkyn jarðarinnar. Þetta er því merkilegra sem það verður nú æ ljósara, að það eru einmitt kon- ungarnir í Ísraelsríkjunum, sem einir sitja fastir í sessi, þegar konungsríki „heiðingj- anna“ — þ. e. annarra Jrjóða en ísraels — eru afmáð og hásætum Jseirra kollvarpað. Konungsætt ísraels ríkir nú, við komu hins nýja dags, á veldisstóli Davíðs, og þetta mun verða öllum enn ljósara eftir þ\á, sem tímarnir líða og sambandið rnilli þcssara frændþjóða stvrkist meir og rneir og augu þjóðanna opnast fyrir þessum nrikilvæga sannleika. Hér vrði of langt mál að rekja til hlítar, hversu athyglisvert það er, að svo lítur nú út sem á, næstunni megi búast við, að þrjár konur korni til ríkis í þrenr ríkjum ísraels- þjóðarinnar: — Elísabet á Bretlandi, Júlía í Hollandi og Margrét í Danmörku, því að í ráði er að breyta konungserfðalögunum í Danmörku þannig, að kvenleggurinn geti einnig erft ríkið. Þá er það og rnjög svo athyglisvert, að þau tímabil í sögu Breta, er konur hafa ráðið ríkjurn þar, hafa verið rnestu uppgangstíma- bil lreimsveldisins. Svo var og í Danmörku, er kona réð þar ríkjurn. Á dögurn Elísabetar drottningar má segja að brezka heimsveldið væri grundvallað og á dögurn Viktoríu þand- ist það út og náði þeirri víðáttu og festu, sem það síðan hefir haft. Mun J>að tímabil, sem þessi væntanlega drottning Bretlands kemur til með að sitja að völdum, verða eitt merkilegasta tímabil í sögu heimsveldisins? Mun nafn hennar ef til vill varpa enn meiri Ijórna yfir brezka heimsveldið en nafn formóður hennar, hinn- ar fyrri Elísabetar? DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.