Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 22
Egyptalandi og eru nú að fara frá írak og Palestínu. Þá er leiðin opin fyrir Rússa. Ymsir trevsta á Tyrki sem skjólgarð, en T) rk- ir og Rússar eru skyldar og vinveittar þjóðir. HergÖgnin, sem Bandaríkin moka nú í Tyrki, munu notuð gegn þeim sjálfum, ef til vill áður en árið er liðið. Tyrkjum getur engin þjóð treyst. Rússar rnunu hrekja alla mótstöðu gegn sér suður á suðurodda Afríku. Rússar munu gera árás þessa af svo mikilli skyndingu, að á fáum dögum verða um- skiptin. Rússar eru nú að undirbúa stórfelldustu „útrás", sem sagan kann að greina frá. Hún getur orðið að ári, — en hún getur líka orðið í ár. Það er til þess að mæta þessari árás, sem Bandaríkin ákváðu 2. janúar að senda land- göngulið til Miðjarðarliafsins. Það svarar til hersveita þeirra, sem Bretar sendu Frökkum í byrjun ófriðarins 1939 og senr Hitler yfir- bugaði í fvrstu „útrás“ sinni. Svo mun og fara fyrir þessu Bandaríkjaliði, en eigi að síður markar för þess til Miðjarðarhafsins merkileg tímamót. Menn skulu ekki gleyma því, að þótt Hitler sigraði í fyrstu, annarri og þriðju „útrás“ sinni, tapaði hann styrj- öldinni — og eins mun fara fyrir Stalín. — Merkur rithöfundur erlendur, Randolph Churchill, liefir nýlega látið svo um mælt í blaðagrein: „Allt virðist nú benda til þess, að há- marki valdabaráttunnar milli kommún- ista og hinna vestrænu lýðræðisríkja verði náð fyrr en líklegt þótti fyrir örfáum vik- um. Almenningsálitið í hinum vestrænu ríkjum r’crður æ gleggra og vafalaust hljóta mikilvægir atburðir að gerast nú á næstunni.“ að nafni James Loder Park, en hann hefir verið amerískur konsúll í Tyrklandi, Sýrlandi og Abessiníu. Ilann byrjar grein sína með þessum orðum: „Endir hinnar fjörutíu ára löngu styrj- aldar er nú nálægur. Þar sem hún hófst 1911 á því, að Ítalía hrifsaði Tripolis frá Tyrkjum, mun hún enda 1950—51. Styrj- öld þessi hefir farið síharðnandi og orðið æ umfangsmeiri eftir því sem á leið. Og þótt vér höfum heyrt talað um „algjöra“ styrjöld, þá höfum vér enn ekki séð slíka styrjöld, en vér munum komast að raun um, hvernig „algjör“ styrjöld lítur út, þegar samsærisbandalagið í Moskvu, sem lýst er í Opinberunarbókinni, getur ekki lengur gleypt að vild sinni lönd og þjóð- ir með hinum svonefndu en fyrirlitlegu, „friðsamlegu“ aðferðum höggomisins, lvgarans og þjófsins. Þar sem vér nálgumst nú síðasta þátt hinnar rniklu þrengingar, hafa bæði Bret- ar og Ameríkumenn verið reyndir og þjálfaðir meir en nokkru sinni fyrr. Það er „undirbúnings“þjálfun rnjög lík þeirri, sem nútíma hermenn hljóta. Þrenging vor er nauðsynleg til þess að sannfæra oss um það, í eitt skipti fyrir öll, að f/arhagskerfi vort fær ekki lengur staðizt.“ Þessi ummæli hins ameríska greinarhöf- undar eru athyglisverð, þegar það er hugleitt, að einmitt samhliða þessum rússnesku út- þensluáformum og heimsyfirráðastefnu fer fram niðurbrot hins vestræna hagkerfis og fjármálastefnu með „styrjöldinni um dollar- ann“, sem nú stendur sem hæst milli Banda- ríkjanna og Bretlands. í ameríska tímaritinu „The Kingdom Digest“ birtist grein í október s.l., sem heitir „Styrjöld í Landinu lielga“ og er eftir mann 16 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.