Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 35
í tilefni af giftingu Elísabetar Bretaprins- essu og Mountbattens birti eitt af blöðurn ísrael-Britain-hreyfingarinnar, blaðið Nation- al Message í London, mynd þá, sem fylgir grein þessari og sýnir á einfaldan hátt, lrvernig ætt Elísabetar er rakin beint til Davíðs konungs, og er það gert samkvæmt því, sem hér á undan er rakið. Ættartala Bretakonunga til Tamar Tephi og Elere- mons er víða rakin, m. a. í hinni ágætu bók Adams Rutlierfords: Israel-Britain (bls. 73). Þykir því ekki orka tvímælis, að núverandi konungsætt Bretlands sé þaðan komin. Hitt þykir erfiðara að sanna með rökum, er nú- tíma rnenn taka gild, að Tamar Tephi hafi verið dóttir Zedekia. Það verður e. t. v. aldrei sannað, nema eitthvað það finnist í gröf liennar, sem sannar sögu hennar, þegar gröf hennar verður opnuð, en hún er enn til á írlandi. Ef menn taka þessi „vísindi“ gild — og þau eru sízt verri né ótrúlegri en sumt annað í söguvísindum nútímans — verður ekki frarn hjá því gengið, að nú situr á veldisstóli brezka heimsveldisins afkomandi Davíðs konungs, og má því með réttu kalla Elísa- betu, ríkisarfa Bretaveldis, prinsessu af Júda, eins og hin löngu gengna formóðir hennar, Tamár Tephi, var, þegar hún fyrst kom til írlands. # Eins og myndin ber með sér, em grein- arnar frá Júda tvær. Eru þær raktar frá tví- burum þeim, er Júda gat við tengdadóttur sinni — Tarnar — og frá er sagt í 38. kap. Mósesbókar. Voru tvíburarnir nefndir Peres og Sera (Zarah). Á myndinni sézt að Peres- greinin er sú, sem meira kemur við sögu ísraelsþjóðarinnar. Af þeirri grein eru komn- ir konungar ísraels og Jesús Kristur. Hin greinin kernur minna við sögu ísraels, því að hún flvtzt úr landi. Fornar sagnir telja þá grein hafa farið víða og af henni séu margir fornkonungar komnir. Sýnir rnvndin þetta nokkuð og ekki skal það rakið frekar hér. Herrna fornar íslenzkar sagnir, að Óð- inn, Þór og aðrir Æsir væri af Trójukonung- um komnir, en eins og sést á myndinni eru Trójumenn taldir komnir af Zera, syni Júda. Aðeins þykir ástæða til að minnast á „The House of Wecta“, sem þarna er sýnt, því að fæstir hér munu þekkja það undir þessu nafni, né gera sér grein fyrir hinum merki- lega upprúna þessarar ættar. * The House of Wecta er hið elzta nafn hinnar frægu Wettin-ættar í Þýzkalandi, sem fjöldi konunga og annarra aðalsmanna er af korninn. Meðal þeirra var Albert prins, rnaður Viktoríu Bretadrottningar. Urn þcssa ætt segir m. a. í Encyklopædia Brittanica: „Wettin er nafnið á gamalli ætt, sem ýmsar konungaættir Evrópu eru af konm- ar. Elzti þekkti ættfaðirinn er Þjóðrekur nokkur frá Hos-gau og var hann veginn árið 982. Wettin er „gau“ eða greifa- dærni, sem lengstum hefir tilheyrt Wett- inættinni, en af henni hafa rnargir þýzkir smákonungar og furstar verið. Wettin er á Saxlandi og nær yfir landsvæðið milli Oder og Werra og frá Erz-fjöllum til Harz-fjalla. Wettin-kastalann byggði upphaflega höfðingi af þeirri ætt, Tirno að nafni, eftirmaður Hinriks I. Um 1288 keypti erkibiskupinn af Magdeburg allt greifadæmið og þá hefir það að líkindum sameinazt Prússlandi.----- í júnímánuði 1889 var hátíðlegt hald- ið 800 ára afrnæli Wettinættarinnar og var þá talið, að hún hefði ríkt allan þann tírna yfir Meissen og Saxen. Hátíðahöld- in fóru fram með mikilli viðhöfn í • Dresden." Öðrurn alfræðibókum ber saman við E. B. urn þetta. — Sal. Lax. segir, að á kletta- DAGRENN ING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.