Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 16
liefir verið að undanförnu. Dýrtíðarlögin öðluðust gilcli 1. janúar 1948. Það er og merkilegt að veita því athygli, að allar tilraunir til þess að torvelda frarn- kvæmdir þbssarar löggjafar, — sem sam- kvæmt eðli sínu licfði átt að verða mjög óvinsæl, — liafa mistekizt. Andstæðing- arnir hótuðu verkföllum og öllu illu, en þeir hafa reynzt einskis nregnugir. Það er eins og hinn illi andi kommúnismans og bandamanna hans sé að víkja frá þjóðinni, en í staðinn sé að renna upp tími samstarfs og velvildar rnilli flokka og stétta. Þetta er í mínum augurn enn ein mikil sönnun fyrir því, sem nú er að gerast. Og ef vér atlmgum þetta enn nánar, verð- ur það augljóst, að aJJar þessar aðgerðir byggj- ast fyist og fremst á hinum andiega þroska þjóðariimar. Það er reynt á heiðarleik hvers þegns og drengskap með eignakönnuninni og ákvæðum dýrtíðarlaganna, og þó að þetta séu ekki stór spor og margt verði auðvitað öðru vísi en æskilegt væri, eru þessi byrj- unarspor þó stigin, og liægara að feta áfram hægt eða lrratt eftir því, sem þörfin krefur. Merkustu atburðirnir í þessum efnum ættu þó að verða frá 17. maí til 17. júní í ár. Menn ættu að veita því athygli, hvað þá gerist markverðast hér á landi. V. Af öllu því, sem sagt hefir verið hér að framan, má mönnum vera það ljóst, að það tímabil, sem nú er að hefjast í sögu íslands, er tímabil mikillar andJegrar enclurvakning- ar. Til þess að hún gæti liafist, þurfti að leysa hina efnislegu og pólitísku fjötra af þjóðinni. Þeir eru nú að fullu Jeystir. Það þurfti ennfremur að tengja liina litlu Benja- mínsættkvísl fastari böndum við rnestu frændþjóðir liennar, Breta og Ameríkumenn, og það var einnig gert, er þessar stórþjóðir stóðu að stofnun lýðveldisins og síðar, er þær áttu báðar hlut að flugyallarsanmingn- um svonefnda, sem er mesta öryggisráðstöf- un þjóðinni til lianda, sem nokkru sinni liefir verið gerð j sögu licnnar, þótt „blindir menn“ og afvegaleiddir til austræns hugs- unarháttar hvorki sjái það né skilji. Það er enn eitt glöggt dæmi unr hve nákvæmlega allt fer eftir fyrirmælum Guðs í Biblíunni, að engin hinna Norðurlandaþjóðanna skuli geta tengst hinum engilsaxnesku stórveldum jafn náið og íslendingar. Kemur þar til, að Bretar og Bandaríkjamenn eru afkomendur Jósefs, en íslendingar afkomendur Benja- rníns, en einmitt þeir tveir, Jósef og Benja- mín, voru albræður, synir Rakelar og Jakobs. Þeir fá því sitt meginlilutverkið hvor. Annar skal verða veraJdJegur Jeiðtogi alls mann- kynsins — Jósefs ættkvíslirnar —, en liinn andJegur leiðtogi þess — Benjamíns ættkvísl- irnar. — Um þetta farast Adam Rutlierford orð á þessa leið í einni af bókum sínum: „í stjórnmálalegu tilliti er ísland vitan- lega allt of létt á metaskálinni, til þess að áhrifa þess gæti, eða það fái nokkru ráðið um stofnun og fyrirkonmlag nýskipaninnar meðal þjóðanna. Brezka heimsveldið og Bandaríki Norður-Ameríku nmnu fá megin- lreiðurinn af því viðfangsefni. En það er á færi örsmárrar þjóðar, eins og íslendinga, að tendra það ljós, sem valdið gæti andlegri endurvakningu, er breiddist út meðal margra þjóða.“ (Boðskapur Pýramidans rnikla, bls. 123~124-) VI. En liver verður þá „hin rnikla cndurvakn- ing“, sem liefst hér á landi fyrir alvöru á árinu 1948? Því svarar Rutherford í bókinni Hin mikla arfleifð íslands og í ritgerðinni í Israel- 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.