Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 39
ungsríkisins, sem sogar til sín öll önnur ríki jarðar, því að vér verðum sjónarvottar að því innan skamms. a) Ritningarnar segja, að ríki þetta líði aldrei undir lok og hrörni ekki. Daníel segir, að það verði „engri annarri þjóð í hendur fengið“, þ. e. engin önnur þjóð öðlast það nokkurn tíma. b) Það er einnig sagt, að ríki þetta sé stofnað af Guði. Samkvæmt ráðningu Daní- els var það í fyrstu lítið, en vex æ því meira sem það berst lengur; það molar líkneskið sundur og byrjar á fótum þess. (Hafið það hugfast, að líkneskið í 2. kap. Daníelsbókar táknar öll þau riki jarðar, sem eru andstæð Guðsríki.) c) Það er í rauninni svarinn óvinur allra konungsríkja, og það á að fylla jörðina og verða þannig alheimsveldi. í þessari síðari merkingu er það réttmæt líking af ríki Krists. Það var einmitt ríki af þessu tagi, sem Guð hét Abraham og niðj- um hans. Hann hét Davíð því, að hásæti hans skyldi verða eins og sól himinsins. Hann lýsti og yfir því við Davíð, að ríki hans myndi að lokum ná yfir allan heiminn. # Það veit trúa mín, að einkenni þessi eru grunsamlega lík Bretlandi, samveldislöndun- um og Ameríku, — örsrná og dularfull að uppruna. Snjöllustu sagnfræðingar geta ekki sagt oss, hvenær Bretaríki varð til. Það virð- ist hafa orðið til á ósýnilegan hátt. Það virð- ist og alltaf hafa verið óstýrilátur, bardaga- gjam snáði meðal þjóðanna. Sí og æ í erjum og styrjöldum, en eigi að síður alltaf að stækka. Því lengur sem það barðist, því meira stækkaði það. Það virðist hafa stækk- að við bardagann eins og steinninn í vitr- uninni. Hugleiðið því næst núverandi stærð þjóð- anna. Bretaveldi eitt er nú í raun og veru átta sinnum víðlendara en síðasta og stærsta heiðna ríkið. Fjórða heiðingjaríkið, Róma- veldi, hefði liæglega komizt fyrir í Ástralíu. Brezka heimsveldið er nú því nær íy millj. femrílna, og samanlagt flatarmál allra ann- arra ríkja heimsins er gi/2 millj. fermílna. Brezki fáninn blaktir yfir fjórða hluta alls mannkynsins; sé löndum hins hluta Engil- Saxa aukið við heimsveldi þetta, þá verður ríki engil-saxneska þjóðstofnsins fimm sinn- um víðlendara en öll fjögur heiðnu heims- veldin í spádómi Daníels. Takið eftir! Er það sennilegt, að Guði hefði láðst að geta um þetta 'furðulega heims- veldi, er hann sýndi Daníel komandi heirns- veldi? Er það hugsanlegt, að Daníel hefði gleymt því að minnast á það? Getur það verið, að Guði ísraels hafi ekki orðið hugsað til hans? Þá er og eitt enn, sem vér ættum að hug- leiða með allri skynsemi vorri, er vér sjáum að spádómar og samsvarandi myndir úr sög- unni ganga hlið við hlið. Gullhöfuð líkneskj- unnar í spádómi Daníels táknar hina görnlu Babylon á rúnaspjöldum sögunnar. Til rnóts við eirbrjóstið í spádómnum er skráð saga Meda og Peisa. Til móts við fæturna í spá- dómnum, sem sums kostar voru úr járni, sums kostar úr leir, er hin ævintýralega saga hins mikla RómaveJdis. Hvert er það ríki jarðar, sem sagan greinir frá og er hliðstæða við það ríki spádómsins, sem moJar sundur og eyðir öllum þessum iíkjum? Sé það ekki Bretaveldi og Ameríka, með öllum „ungu ljónunum" sínum, þá læt- ur sagan oss ekki í té nokkra þá uppfyllingu á mikilvægasta lduta spádómsins, að skyn- sarnir, kristnir menn geti við unað. Vér verð- um að vera sjálfum oss samkvæmir. Þar eð vér trúum á eilífan tilgang Drottins, verð- um vér að fullyrða, að nú sé til á jörðu hér þjóð og ríki, sem samsvari einnig þessum hluta af orði Guðs. Hann hefir sagt, að hann muni vaka yfir orði sínu, til þess að láta það DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.