Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 17
Britain: Hin sérstaka köllun íslands. Svar hans er með hans eigin orðum þetta: „Hversu háleitt er því ætlunarverk íslands og hversu mikil arfleifð þess! Guð ætlar ekki aðeins að nota í þjónustu sína fáeina íslendinga, heldur alla þjóðina, karla, konur og böm. Nú á dögum eiga sér stað miklar hreyfingar, en ísland á bráðurn (þ. e. 1948) undir handleiðslu Guðs að hefja hina mestu hreyfingu vorrar aldar, þá hreyfingu, sem mun leiða alla lýði Bretlands og Norður- landa inn í nýtt tímabil í sögu þeirra. Sá tírni er í nánd, er blindleikur ísraelsþjóð- anna verður burtnuminn, svo að þær kannist við ætterni sitt og arfleifð. fslenzka þjóðin mun verða fyrst af öllum þjóðum ísraeJs til að kannast við, að hún sé hluti af hinum mikla ísraelslýð Guðs, og að fyrir þjónustu hennar hafi almáttugur Guð lofað að blessa allan lieiminn og lyfta honum upp, því að ísland er Benjamín, kjörinn af Guði til að vera Ijósberi fyrir hinar fsraelsþjóðirnar. Þessi vakning byrjar á íslandi, en mun smám sarnan berast' út um brezku eyjarnar, Norð- urlönd, Holland, Bandaríki Ameríku og liin brezku ríki og'nýlendur fyrir handan höf- „Guð ætlar einnig að sýna heiminum með dæmi íslands, að andleg stefnunrið eru æðri og að lokurn máttugri en stefnumið efnis- hyggjunnar. Hann mun sýna mannkyninu sannleika hins heilaga orðs síns, er segir: Réttlætið liefur upp lýðinn.“ — Þannig fórust Adarn Rutherford orð fyrir mörgum árum, er liann ræddi þetta mál. Einhverjir — sennilega langflestir — munu þeir, sem ekki sjá neitt rnóta fyrir hinni miklu andlegu endurvakningu, sem hér er boðuð. Þeir fá ekki skilið það, að hin ís- lenzka þjóð fái orðið neinn ljósberi fyrir þjóðurn h’eimsins. Þó er lnin það nú þegar í dag. Hvergi á hnetti vorum mun nú til þjóð, sem lifir jafn frjálsu lífi og íslending- ar og hvergi í heiminum munu lífskjör rnanna jafn almennt svo góð sem hér. Þó búum vér á liinu yzta útskeri — á „yzta jaðri jarðarinnar", norður við heimskauts- baug, þar sem hinir sveltandi og hungruðu lýðir sólarlandanna halda í fávizku sinnar vísindamennsku að búi Eskimóar og and- legir aumingjar. Slík er hin mannlega speki hinnar miklu upplýsingaraldar, sem vér svo köllum. Þessi efnislegu skilyrði eru undirstaða hinnar andlegu vakningar, sem koma skal. En þjóðinni er mikil nauðsyn að vera á verði og reyna að skilja þá miklu köllun, sem hennar bíður. Hið mikla hlutverk sitt getur hún ekki leyst af hendi nema öll alþýða manna skilji til fulls hið háleita hlutverk, sem hún í smæð sinni er að inna af hendi, jafnvel óafvitandi á ýmsurn sviðum. Eitt mundi þó hjálpa mest. Það er trúarleg vakn- ing. Þjóðin þarf í lieild sinni að læra að skilja, að án Guðs er hún alls ómegnug, en með Guði er' hún svo sterk, að jafnvel hin öflug- ustu herveldi fá ekki unnið hepni nokkurt grand. Þá fyrst, þegar öll íslenzka þjóðin hefir eignazt slíka trú, er hún orðin hæf til þess að lýsa öðrum þjóðum inn á hinn rétta veg, þann veg, sem liggur til nýs og betra lífs fyrir allar þjóðir heimsins. Sú trú, sem hér er átt við, er ekki nein yfirborðstrú, sem menn hafa til að breiða yfir bresti sína og annarra, heldur sönn trú a Jesúm Krist og hið mikla endurlausnarhlutverk hans í lífi einstaklinga og þjóða. Slík trúan'akning hefst ekki með lúðrblæstri og sálmasöng á „hærri stöðum“. Hún verður að koma frá fólkinu sjálfu — úr djúpi þjóðarsálarinnar — og vaxa hægt og örugglega, unz hún brýzt fram „sem stormur, svo hriktir í grein“. Akurinn er nú fullsáinn, og hinir fyrstu frjóangar rnunu taka að koma í ljós, svo að öllunr megi augljóst verða á þessu merkilega ári, — árinu 1948. DAGRENN 1 NG 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.