Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 26
ferða, verða að nota Mercators leiðréttingar, þar eð þær eru hinar einu, sem í almennri notkun eru og sýna réttar stefnur. Jafnvel verður að gæta ýtrustu varúðar þrátt fyrir það, því að erfitt er að fá landabréf, sem er hárrétt á svo miklum vegalengdum. Það eru meira en 3273 enskar rnílur frá Pýramidan- um mikla til Revkjavíkur, ef farin er stytzta leið, sem hugsanleg er á yfirborði jarðar. Eigi má heldur rugla þeirn boga saman við Pýramidá-geislann til Reykjavíkur, sem myndar jafnstórt horn við alla hádegisbaug- ana. Hnattstaða íslands er mjög athyglisverð, bæði með tilliti til jarðarinnar sjálfrar og til Pýramidans mikla. Pládegisbaugur lengra miðjarðarássins fellur saman við austurströnd íslands, en hún er 45° vestan við hádegis- baug Pýramidans mikla. Bilið milli hádegis- baugs Pýramidans mikla og hins fyrrgreinda hádegisbaugs (31° 9' austl,—13° 51' vestl.) er i/8 af ummáli jarðar á hvaða breiddarstigi sem er, og sé miðað við miðjarðarlínu, er það nákvæmlega i/8 af ummáli hnattarins. Auk þessa má geta Jiess, að sé tekið 450 horn frá Pýramidanum, þá kemur boginn við austurströnd íslands. Fjarlægðin frá Pýramidanum til „skurðarpunkts" þessara tveggja boga á austurströnd íslands er Jiví einnig i/8 af ummáli jarðar eftir þeim hring- fleti. Þá er og alkunna, að nyrzti oddi ís- lands, Rifstangi, snertir einmitt norður- heimsskautsbauginn. Vér höfum getið þess, að Reykjavíkur- geislinn er vestasta rönd íslands-geislans. Mefir hann sérstæða þýðingu vegna þess mikilvæga táknmáls, sem við hann er tengt. í Pýramidanum sjálfum liggur Reykjavíkur- geislinn nákvæmlega undir sæti tindsteins- ins (sem sjálfur er fullkominn pýramidi að lögun) og sem táknar hinn upprisna Krist, upphafinn sem hið mikla tákn: „Höfuð- stein“. Á sama hátt benti Betlehem-geislinn þangað, sem Messías átti að koma til þessa heims sem lítið barn, í fyrra sinnið, er hann kom. Reykjavíkur-geislinn, sem liggur undir hinn upphafna tindstein, bendir oss á það, hvar hin nýja guðlega öld á fyrst að hefjast undir stjórn hins upprisna Krists — þar sem Guðs vilji á að verða „svo á jörðu sem á himni“ —, þar sem andi stéttaskiptingarinnar er í raun og veru ekki til, og kristilegt frelsi drottnar. # Reykjavík er Jiannig einstæð borg, borg, sem Guð hefir valið í andlegum tilgangi. Það er athyglisvert, að Reykjavík er stærsta höfuðborg heimsins í samanburði við fólks- fjölda í landinu. Höfuðborgir allra þjóða eru að meiru eða minna leyti miðstöðvar Jieirra, en einkum er Jiað Jiannig á íslandi. Fyrir því hefir komandi andleg vakning í Reykja- vík meiri áhrif á Jijóðina í heild heldur en hún myndi liafa í nokkurri annarri höfuð- borg í heiminum. # Upphaflega var Pýramidinn þakinn slétt- um, fagurskyggðum steinum, og fletir allra þríhyrndu hliðanna endurvörpuðu geislum sólarinnar — það var sannarlega tröllaukin skuggsjá, því að yfirborð sérhverrar hliðar var hér um bil 51/2 ekra (22253 fermetrar) að flatarmáli. Algérlega reglubundin hreyf- ing þessarar feykilegu ljósiðu gerði Pýramid- ann að skínandi sólskífu. Fyrir því var Pýra- midinn mikli nefndur Khuti á forn cgypzku og þýðir það „Ljósin“. Hebreska orðið „Uiim“ jafngildir egypzka orðinu Khuti, og Jiað er notað í Jes. 24., 15, en sá Ritningar- staður lýtur að íslandi, eins og frá er skýrt í bókinni „Hin mikla arfleifð íslands". Einn dag að vori (11. febrúar) og einn dag að hausti (1. nóvember) varð hádegis- endurskinið að austan og vestan nákvæm- lega lóðrétt á norðurhliðarnar og frá inn- gangi Pýramidans líktist það geysimiklum 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.