Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 20
til kjarnorkusprengjunnar til þess að stöðva í bili útþenslufyrirætlanir Rússa. Annars var ákveðið, áður en Potsdamráðstefnan hófst, að opinbera ekki kjarnorkuleyndarmálið, ef Rússar fengjust til skynsamlegrar samvinnu. En eins og fyrr segir, fór svo, að grípa varð til kjarnorkunnar til þess að stöðva „hina pólitísku sókn Rússa“ þá í bili. Stalín varð svo mikið um kjarnorkutíðindin, að hann lagðist „veikur“ og var „veikur“ fram á árið 1946. En Rússar jöfnuðu sig fljótlega eftir kjarn- orku„árásina“ í Potsdanr. Þeir tóku upp virka mótstöðu gegn öllunr endurreisnar- áformum hinna vestrænu þjóða og hófu út- þcnslustefnu nákvæmlega í anda Hitlers og nazistanna þýzku. Þeir tóku að „gleypa lönd“ og gerðu þetta svo sniðuglega, að hinir miklu stjórnmálamenn vesturveldanna vissu ekki fyrr en búið var að „gleypa“ rnilli 10 og 20 þjóðlönd með um 300 milljónum íbúa. (Finnland, Estland, Lettland, Lithau- en. Pólland, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Búlg- aríu, Júgóslavíu, Albaníu, Ungverjaland og Ytri-Mongólíu, Kóreu hálfa, Austurríki hálft og Þýzkaland hálft.) Bandaríkin rumskuðu, þegar að því kom að Rússar styngju upp í sig íran og Grikk- landi, en Bretar rumskuðu ekki fyrr en röð- in var komin að Frakklandi og raunveruleg borgarastyrjöld undir forustu Rússa var að skella á þar. Þá vaknaði Bevin og skyrpti út úr sér. Fundur utanríkisráðherranna var kallaður sarnan í London í nóvember, og nú skyldi til skarar skríða. Sá fundur stóð í mánuð og það náðist ekki einu sinni sam- komulag um dagskrá fundarins, hvað þá annað, þótt svo væri látið heita, til þess að fundurinn yrði ekki þegar í bvrjun að al- heims hneyksli. Niðurstaðan varð sú. að hver fór heim til sín og ekkert samkomulag náðist um neitt þcirra atriða, sem ræða átti. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn hugðu nú á nánara samstarf án þátttöku Rússa. En Rússar kunnu ráð á rnóti. Molotov var ekki fyrr kominn heirn til Moskva en sá atburð- ur gerðist á Grikklandi, að uppreisnarmenn þar mynduðu stjórn undir forustu aðal-lepps Rússa J>ar í landi, og lá við sjálft að stjórn þessi yrði viðurkennd af nágrannaríkjum Grikklands þegar á næstu dögum. Talið er að það hafi ekki verið gert vegna harðorðrar orðsendingar Bandaríkjastjórnar. Blað Rússa hér á landi skýrir svo frá Jressu 28. desember s.l.: „Utvarp gríska Lýðræðishersins skýrði frá því á aðfangadag, að mynduð hefði verið bráðabirgðastjórn á landsvæði þ\'í í Norður-Grikklandi, sem er á valdi Lýð- ræðishersins. Forsætisráðherra stjórnar- innar er Markos hershöfðingi, yfirforingi Lýðræðishersins. Stjórnin kvaðst muni senda fulltrúa til stjórna ANNARRA LÝÐRÆÐISRÍKJA.“ (Lbr. hér.) í sömu frétt segir: „Tilkynnt er, að markmið stjórnar Markosar sé, að endurreisa lýðræðið í Grikklandi og binda endi á íhlutun er- lendra heimsveldissinna í grísk máleíni.“ (Lbr. hér.) Hvert mannsbarn, sem ekki er steinblint á heimspólitísk málefni, veit, að þessi stjóm er sett á laggirnar fyrst og fremst af Rúss- um, til þess að ógna Bandaríkjamönnum. Þeir eru hinir „erlendu heimsveldissinnar“, sem eru með „íhlutun í grísk málefni“. Bandaríkin svöruðu þessari ráðstöfun með mjög harðorðri „nótu“ til landanna um- hverfis Grikkland, þar sem beinlínis var lát- ið liggja að því, að Bandaríkin skoðuðu Jrað sem stríðsyfirlýsingu, ef Markosapstjórnin yrði viðurkennd af nokkru Balkanríkjanna. (Ymsir halda að Rússar og leppríki þeirra hafi nú þegar „á laun“ viðurkennt stjórn Markosar, og er ýmislegt, Sem bendir til Jress.) 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.