Dagrenning - 01.02.1948, Side 36
hæð gegnt bænum Wettin sé ,,ættarsetur
(Stamslot) Wettin greifanna (byggt 1123—
56) og sé það nú öryrkjahæli. Af höllinni
leidclu þeir nafn ættarinnar, en af þessari
ætt voru furstarnir í Saxen komnir allt til
1918, svo og furstar í öðrum saxneskum her-
togadæmum, allt til þess tíma, og ennfremur
voru af þessari ættargrein konungsættirnar í
Bclgíu og Portúgal“. Ein grein þessarar ættar
hefir nokkuð konrið við brezka sögu. Sú
grein er frá Albert III. fursta á Saxlandi, er
uppi var frá 1443—1500. Hann var auknefnd-
ur Albert hinn hugprúði. Eftir að hann
skipti ríkjum föður síns milli sín og bróður
síns, varð hann fursti af Meissen og nær-
liggjandi hcruðum og frá honum er komin
liin svonefnda Alberts-grein Wettin-ættar-
innar. Sú grein hefir teygzt til Bretlands og
af henni var prins Albert, maður Viktoríu
drottningar, og af þeirri ætt er einnig Philip
Mountbatten, maður Elísabetar ríkisarfa, en
hann er auk þess kominn af Danakonung-
um, sem einnig eru af þessum stofni.
En þótt ótvíræðar sagnfræðilegar heimild-
ir séu ekki til fvrir uppruna þessarar ættar
lengra aftur en til Þjóðreks frá Hosgau um
982, eru þjóðsögur og munnmæli til um upp-
runa hennar enn lengra aftur. f elztu sögn-
um er ættin ekki nefnd Wettin heldur
Wecta (sbr. myndina) og er talin komin frá
einum af sonum Óðins.
í formála (prologus) Snorra Sturlusonar
fyrir Snorra-Eddu stendur þetta:
„Óðinn hafði spádóm og svo kona
lians, og af þeim vísendum fann hann
það, að nafn hans myndi uppi vera haft
í norðurhálfu heims og tignað umfram
alla konunga. Fyrir þá sök fýstist hann að
byrja ferð sína af Tyrklandi og hafði
með sér mikinn fjölda liðs, unga menn
og gamla, karla og konur, og höfðu með
sér marga gersamlega hluti. En hvar sem
þeir fóru yfir lönd, þá var ágæti mikið
frá þeim sagt, svo að þeir þóttu líkari
goðum en mönnum. Og þeir gefa eigi
stað ferðinni fyrr en þeir koma norður
í það land, er nú er kallað Saxland;
þar dvaldist Óðinn langar hríðir og eign-
aðist víða það land. Þar setti Óðinn til
landgæzíu þrjá sonu sína. Er einn nefnd-
ur Vegdeg, var hann ríkur honungur og
réð yfir Austur-Saxlandi
Það orkar ekki tvímælis, að Wecta, sem
í engilsaxneskum og þýzkum fornfræðum
er talinn sonurÓðins og forfaðirWettinanna,
er enginn annar en Vegdeg (Vegdagur) (Veg-
ta[g]) Snorra. Óðinn fluttist síðan á Norður-
lönd og voru hinar fornu konungaættir þar
frá honum komnar. Það er sama konungs-
ættin, sem nú ríkir í Danmörku og Noregi,
og er hún af þessum ættbálki. Um sænsku
konungsættina er erfiðara að segja með vissu,
því að önnur grein hennar (Bernadotte) er
frá Frakklandi.
En Snorri rekur ætt Vegdegs nokkuð.
Hann segir: „Hans sonur var Vitrgils, hans
synir voru Vitta, faðir Heingests og Sigarr,
faðir Svebdeg, er vér köllum Svipdag.“
Hér keniur til sögunnar mannsnafn, sem
margur mundi freistast til að halda að Wett-
inættin tæki raunverulega nafn af, en það
er nafn Vitta, sonar-sonar Óðins. Það styður
þá tilgátu, að nafn ættarinnar stafi frá Vitta,
föður Heingests, að einn merkasti bærinn í
greifadæmi Wettinættarinnar er einmitt
Wittenberg, hinn frægi staður úr sögu sið-
bótarinnar. Það var þar, sem Lúther hóf sið-
bót sína, svo sem kunnugt er, og sterkasta
stoð hans voru saxnesku furstarnir — afkom-
endur Óðins. Wittenberg kemur fyrst við
sögur 1180 og er þá um nokkurt skeið aðal-
aðsetursstaður hinna saxnesku kjörfursta og
hertoga allt fram til 1422. Eftir það komst
borgin í eign Wettinættarinnar og tilheyrði
henni til 1815, er borgin komst undir Prúss-
land. Ekki virðist sérlega fjærri lagi að hugsa
30 DAGRENNING